Ekki næsta ríkisstjórn

Enn og aftur halda þau Steingrímur og Jóhanna og þeirra fylgifiskar áfram að tala saman. Aðal mál Samfylkingarinnar er að troða þjóðinni inn í ESB með góðu eða illu. Og inn skal hún fara, þó að það kosti heimilin og fyrirtækin gjaldþrot.

Ég vil minna á að þessi ríkisstjórn var búin að vinna saman í um rúmlega tveggja mánaða skeið og þarna eru engir nýgræðingar á ferðinni. Þetta fólk er ekki ókunnugt hvert öðru og ætti að vita nokkuð um stefnu og áherslur hvors flokks fyrir sig.

Eftir að hafa fylgst með stjórnmálum til margra ára man ég ekki eftir því að ríkisstjórn hafi verið mynduð eftir langar stjórnarmyndunarviðræður. Yfirleitt hefur tekið stuttan tíma að mynda ríkisstjórn þeirra flokka sem ná saman.

Ég spái því að þessir flokkar nái ekki að mynda ríkisstjórn ef ekki næst að koma saman stjórnarsáttmála  innan tveggja til þriggja daga.

 


mbl.is Stjórnarsáttmáli í smíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

týpískur málflutningur skotgrafahermanna gegn aðildarviðræðum. 

Samfó vill aðildarviðræður. ekki endilega að ganga inn. niðurstöður viðræðna munu leiða í ljós hvort innganga er fýsileg.

sumir kjósa heldur að halda fyrir augun.

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 17:27

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

það verður ekki umflúið að kjósa um aðild og þess vegna best að drífa í því áður en allt verður vitlaust  út af því máli. það er að mínu mati ekki mál málanna og þarf að afgreiða það svo hægt sé að snúa sér að brýnni verkefnum. það má ekki eiða meiri tíma í ESB núna. það er engum íslendingi til góðs tel ég.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.5.2009 kl. 17:41

3 Smámynd: Kristinn Rúnar Karlsson

Brjánn minn, ertu veruleikafirrtur? Lærimeistari ykkar SF fólks hr. Jón Baldvin (og að auki Flugfreyjan ykkar) er búinn að orða það svo vel... það fer ENGIN, endurtek ENGIN þjóð í "aðildarviðræður" við Evrópusambandið ÁN ÞESS að ætla þar inn!! Hvers lags comment er þetta hjá þér maður?! Þið eruð orðin heilaþvegin af "The Holy ESB Grail"! Viðurkenndu það bara! Það er ekki bæði hægt að halda og sleppa!

Flokkur þinn ætti frekar að vera að eyða þessum dýrmætu tímum í að huga að aðstæðum HEIMILANNA á Íslandi sem senn verða algjörlega í kalda koli vegna ESB bullsins í Flokki þínum, og raunar atvinnulífið allt á þessu blessaða landi. Guð hjálpi Íslandi!

Kristinn Rúnar Karlsson, 2.5.2009 kl. 17:48

4 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Góð grein hjá þér. 

Það er ESB málið sem strandar á, það er svo augljóst að hver maður sér sem vill sjá.

Vanda heimila og fyrirtækja hefur verið sópað undir teppið.  Önnur stór úrlausnarefni fara svipaðar leiðir.

Jóhanna heldur fast við sitt og hefur engu að tapa, hún er hvort sem er að yfirgefa íslenska pólitík og það skal "verða hún" sem kemur landinu í ESB, það er hennar markmið.

Steingrímur er í stórum vanda, áframhaldandi seta í ráðherrastól er hans markmið en það kostar svik við kjósendur VG og það reynir hann að útfæra sér í hag.

Persónulegir "hagsmunir" Jóhönnu og Steingríms eru ofar hagsmunum landsmanna.

Lítið að marka "vini fólksins" þegar á reynir.

Páll A. Þorgeirsson, 2.5.2009 kl. 17:52

5 Smámynd: Kristinn Rúnar Karlsson

heyr, heyr!!! Páll!

Kristinn Rúnar Karlsson, 2.5.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband