Á hverju átti Vilhjálmur von?

Sama tuggan kemur alltaf hjá Vilhjálmi við hverja breytingu á stýrivöxtum Seðlabankans. Mánuðum saman tuðaði hann yfir stýrivaxtarhækkun Seðlabankans á meðan Davíð var seðlabankastjóri. Nú hefur hann snúið blaðinu við og grenjar út í eitt vegna þess hve stýrivextirnir lækka lítið. Er maðurinn veruleikafirrtur eða ekki í neinum tengslum við raunveruleikann?

Horfum aðeins á staðreyndir málsins. Stjórnvöld samþykktu það á sínum tíma að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að veita okkur lán á neyðarstundu. Auðvitað setur AGS ákveðin skilyrði fyrir láninu, það hlýtur Vilhjálmur að vita. Þessar lánareglur eru stjórnvöldum vel kunnar og sama má segja um Samtök atvinnulífsins og ASÍ. Þarna á ekkert að koma á óvart.

Önnur staðreynd er sú að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er lánastofnun ekki ríkisvald. Svo lengi sem AGS fær sitt og stjórnvöld uppfylla lánasamninginn er allt í lagi. Eða dettur einhverjum í hug að þjóðarhagur komi Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eitthvað við?

Þó svo að Seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun þá eru honum veruleg takmörk sett. Það þarf enginn að segja mér að Seðlabankinn geti lækkað stýrivextina að vild. Vitanlega er það AGS sem hefur mest um það að segja. 

Gleymum ekki því að Seðlabankastjórinn er norðmaður sem ráðinn er til skamms tíma. Þegar hann yfirgefur bankann má honum vera nokkuð sama hvernig bankanum reiðir af. Ekki get ég séð að hans hagsmunir sem Seðlabankastjóra þurfi að fara saman við hagsmuni þjóðarinnar.

Um það hefur verið rætt að skila láninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Lilja Mósesdóttir hagfræðingur hefur margoft talað um það. Hún hefur verið verulega rökföst í sínum málflutningi, en viljað fara aðrar leiðir en stjórnvöld. Hvernig væri fyrir stjórnvöld að fara að hlusta á aðrar hugmyndir við stjórnun peningamála í staðin fyrir að berja höfðinu endalaust við steininn?

Ef stjórnvöld geta skilað láninu frá AGS og lokað þar með á samskipti við sjóðinn hlýtur það að vera gagnkvæmt. Sé Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki að fá það fram sem hann vill og allt gangi mikið hægar fyrir sig en samkomulagið krefst, er þá nokkuð því til fyrirstöðu  að bann hætti við allt saman? Pakki saman, og segi; það er ekkert að ganga upp hjá ykkur,takk fyrir samstarfið, við  erum farnir, bless.

Ólíklegt en ekki óhugsandi. 

Taki ég þetta saman, kemur eftirfarandi í ljós. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er stór stofnun sem væntanlega hefur það ekki á stefnuskrá sinni að hugsa um þjóðarhag rúmlega 300.000 manna þjóðar langt norður í Atlandshafi. Þetta eru ekki góðgerðarsamtök.

Undanfarna mánuði hefur það æ oftar komið í ljós að hagsmunir þjóðarinnar, fólksins og fyrirtækjanna, og AGS fara ekki saman. Svo lengi sem við undirgöngumst skuldbindingar sjóðsins þá getum við átt von á hverju sem er. Þó sárt sé að viðurkenna það, þá ræður Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miklu á bak við tjöldin. Í ljósi þessa er ekki erfitt að skilja hvers vegna stýrivextirnir lækka svo hægt.

 

 


mbl.is Seðlabankinn einangrar sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Allt hárrétt sem þú segir, málið er ekki flókið, en vonandi fer þessi vita gagnlausa ríkisstjórn að hlusta á fólk eins og t.d. "Lilju....."

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 4.6.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband