Fátt er svo með öllu illt.

Kjararáð hefur orðið við tilmælum ríkisstjórnarinnar um launalækkun, sem er hið besta mál. Við skulum muna að ríkisstjórninni bar engin skylda að fara fram á þessa lækkun. Þessi launalækkun skapar ríkissjóði afskaplega litlar tekjur en er fyrst og fremst fordæmisgefandi. Ég ætla ekki að blanda mér neitt í þá umræðu hvaða persónur taka við þessum launum frekar en ef um aðra starfsstétt væri að ræða. Enda kann það að vera að á næsta ári verði kostningar og þá verði aðrir aðnjótandi þessara launa að hluta til.

Er þessi aðgerð að öllu leyti til góðs? Eftir stendur að þessi laun eru ekki neitt sérstaklega há. Næst þegar kosið verður til Alþingis verður alltaf einhver endurnýjun alþingismanna. Það er nauðsynlegt að þangað sæki fólk með nokkuð góða menntun og víðtæka reynslu. Þegar efnahagshjólið fer að snúast til baka og fjárhagur fólks og fyrirtækja að braggast má búast við eftirspurn eftir vel menntuðu fólki. Ég get ekki séð að laun alþingismann séu það há að þau lokki þetta fólk til sín. Því þau hækka ekki neitt á næsta ári.

Vissulega er hér um viðkvæmt mál að ræða og erfitt að finna á því sanngjarnan flöt. Á þessu máli eru fleiri hliðar, og ég tel mig hafa hreyft við einni þeirra.


mbl.is Laun ráðamanna lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Ægir Björgvinsson

Við þurfum fyrst og fremst fólk sem er laust við flottræfilshátt og græðgi.

Það er vel menntað fólk sem setti þjóðinna á hausinn með falskrónuni sýndarmennskunni og græðgini td ofurlaunagræðginni.

Sigmar Ægir Björgvinsson, 27.12.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband