Gott hjá Bjarna.

Kastljósviðtal Sigmars við Bjarna fyrrum bankastjóra Glitnis var mjög frambærilegt. Það var ýtarlegt og víða komið við.

Bjarni komst mjög vel frá þessu viðtali. Hann viðurkenndi ýmislegt sem betur hefði mátt fara og annað sem voru hrein og klár mistök. Hann er sá eini sem fram hefur komið hingað til sem viðurkennir að sér hafi orðið á mistök. Hafa stjórnendur hinna stóru bankana gert það, eða framkvæmdarstjóri Fjármálaeftirlitsins, Seðlabankastjóri eða ráðherrar? Nei, það hefur verið minna um það. Þetta finnst mér virðingarvert og honum til framdráttar.

Þau ofurlaun og kaupréttarsamningar og hverskonar bónusar sem Bjarni fékk og aðrir í sambærilegri stöðu fengu, er vissulega gagnrýnivert.

Þegar maður ræður sig til starfa á að gera við hann ráðningarsamning. Vænta má að Bjarni hafi gert slíkan samning svo og kaupréttarsamning og síðast en ekki síst starfslokasamning. Allt eru þetta samningar. Og til að gera samninga þarf tvo til, í það minnsta. Það hlýtur að hafa verið stjórn bankans sem samþykkti þessa samninga. Hvað með þátt Þorsteins Márs stjórnarformanns? 

Enginn gat séð fyrir hversu mikið hlutabréfin í Glitni hækkuðu. Bjarni segir í viðtalinu að hann hafi farið fram á ákveðið fyrir bréfin þegar hann seldi. Sú upphæð var samþykkt umsvifalaust. Þó svo að hann væri að selja á yfirverði. 

Bankarnir þrír; Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing voru allir að keppa innbyrðis. Allir fóru þeir fram úr sjálfum sér- öfgarnar og fáránleikinn allsráðandi. Umhverfið bauð líka upp á svona vinnubrögð.

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins viðurkenndi í viðtali nú fyrir stuttu, að lög og reglur varðandi fjármálastarfsemi væru ekki nógu afgerandi og skýrar. Einnig að verkslagsreglur milli Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins væru gallaðar.

Græðgin sem Bjarni viðurkenndi er hluti af okkar vanda í dag. Margt fór úrskeiðis. En hvar var eftirlitið?

Bjarni greiddi til baka 370 milljónir sem er ágætt. Honum bar engin skylda að greiða neitt en gerði það. Mega þá ekki aðrir gera slíkt hið sama? Mér þykir ekki síður vænt um að hann hafi komið fram og viðurkennt sín mistök í bankarekstrinum. Það mættu fleiri gera.

 


mbl.is Endurgreiddi 370 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband