Óskaríkisstjórn?

Nú hefur ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna tekið við með stuðningi Framsóknar. Ekki veit ég hvað á að segja um þessa ríkisstjórn. Ég hef ekki hoppað neitt af kæti. Það er kannski ástæða til að fagna en ég ætla að geyma það þangað til ég sé einhvern árangur. Sannur íþróttamaður fagnar ekki sigri fyrr en hann hefur sigrað.

Auðvitað hljóma fyrirheitin fallega og trúlega skortir ekki viljann til að framkvæma þau. Þessir flokkar hafa aldrei verið neitt sérstaklega samstíga en vonandi tekst þeim að halda dampi fram að kosningum. Það góða við þessa ríkisstjórn er að í henni eru tveir ráðherrar utan þings.

Einhvernvegin hef ég það á tilfinningunni að erfiðlega muni ganga að framkvæma öll fyrirheitin. Mér sýnist að hugmyndin sé að skipta tíuþúsund krónum milli fimmtán einstaklinga og hver eigi að fá þúsundkall í sinn hlut. Þetta gengur ekki upp samkvæmt minni stærðfræðikunnáttu, en það er kannski ekkert að marka.

Þessi ríkisstjórn hefur úr svo litlu fjármagni að spila. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur kverkatak á ríkisfjármálunum og landið hefur ekkert lánstraust.

Við skulum ekki gleyma því að nú styttist í kosningar. Þá verða allir flokkar bæði í stjórn og í stjórnarandstöðu að sýna sig í sparifötunum, til að afla atkvæða. Stór hluti af þessum fyrirheitum tengist þessari staðreynd. En ég óska þessari ríkisstjórn alls hins besta þó gleðitárin vanti.  


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband