Geir hætti að tjá sig.

Kastljósviðtal Sigmars við Davíð Oddson var forvitnilegt. Þar segir hann að hann hafi margsinnis varað ríkisstjórnina við að illa gæti farið fyrir bönkunum og þar með íslensku efnahagslífi. Ríkisstjórnin hafi ekki brugðist neitt við, og þar að síður bankarnir. Einnig hélt Össur Skarphéðinsson því fram að hann myndi ekki eftir því að Davíð hafi varað við neinu sem bent gæti til þess að bankarnir stæðu höllum fæti.

Ég er ekki í neinni aðstöðu til að meta það hver segir satt og rétt frá, enda á það vonandi eftir að koma í ljós þó síðar verði. 

En að mér læðist samt sá grunur að ýmsar upplýsingar sem Davíð hafi komið til skila til Geirs Haarde hafi verið verulega óþægilegar fyrir ríkisstjórnina, og af þeim sökum ekki farið lengra. Þar sé nú komin skýringin á því af hverju Össur hafi ekki vitað af þessu. Því það er verulega freistandi að stinga óþægilegum upplýsingum (staðreyndum) undir stólinn og vona að allt fari vel.

Þjóðin var jú á fylliríi, og það getur vissulega verið gaman á meðan á því stendur. En timburmennirnir koma alltaf. Nú er ölkrúsin tóm og timburmennirnir vinna sitt verk ötullega.

Ekki minnist ég þess að neitt hafi staðist sem Geir Haarde hafi sagt á undanförnum árum. Mikið af því hafi verið bull og vitleysa.

Nú styttist í að Geir hætti á þingi og sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hans tími er liðinn. Því dregur maðurinn sig ekki í hlé og lætur lítið fyrir sér fara? Eftir fáar vikur verður kosinn nýr formaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Geir hefur sagt nóg og ætti frekar að láta öðrum um að svara fyrir flokkinn.


mbl.is Vill upplýsingar um fyrirgreiðslu til einkahlutafélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa

Sammála síðasta ræðumanni !  Og mikið þótti mér vænt um að sjá að þú manst ekki eftir að neitt hafi staðist sem Geir hefur sagt á undanförnum árum. 

Bara bull og vitleysa ........   

Dísa , 3.3.2009 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband