Ógæfuverk.

Manni bregður við að heyra svona fréttir. Spurningar vakna. Hvað er að gerast í okkar þjóðfélagi? Hvað fær þessar ungu stúlkur til að gera slíkt?

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem unglingar ráðast á aðra unglinga með fólskulegum hætti. þannig fréttir hafa okkur borist undanfarna mánuði. Þeir sem þetta gera fá einhversstaðar hugmynd eða fyrirmynd annarstaðar frá. Annað er útilokað. Hvaðan koma þá fyrirmyndirnar?

Mjög margir tölvuleikir sem unglingar spila byggjast á ofbeldi, valdabaráttu, að þvinga einhvern til samstarfs eða samvinnu með hótunum og ofbeldi. Það sama á við um kvikmyndir í sjónvarpi og bíóhúsunum. Fréttir eða fréttatengt efni snýst að mjög miklu leyti um þetta, þó svo að unglingar horfi kannski ekki mikið á þannig efni. Fyrirmyndirnar eru allstaðar. Áreitið gríðarlegt.

Vissulega má halda því fram með réttu að unglingar (sem og fleiri) eigi að gera sér grein fyrir sýndarveruleika og raunveruleika. Sem betur fer gera flestir greinarmun þarna á milli. En einstaklingarnir eru misjafnir og sumir eiga erfiðara með að gera greinarmun á réttu og röngu. Lifa að einhverju leyti í sýndarveruleikanum. Þarna er eitthvað að og þarna verður að veita hjálp.

Ekki ætla ég á nokkurn hátt að verja gjörðir þessara stúlkna. Þarna var hreint út sagt framið grimmdarverk. En umhverfið sem við lifum í er skapað af okkur fullorna fólkinu. Fyrirmyndin er okkar.

Vonandi farnast þessu máli sem best í samvinnu við barnayfirvöld og aðra sem að því koma. Stúlkunni sem fyrir þessu varð óska ég alls hins besta, þó svo að búast megi við að sálarsárin verði sein að gróa.

  


mbl.is Formleg kæra lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband