Afneitun Gylfa

Það er afskaplega dapurlegt að lesa hugmyndarfræði ýmissa ráðherra ríkisstjórnarinnar. þeir virðast ekki gera sér neina grein fyrir því hver staðan sé í raun og veru, ekki síst Gylfi Magnússon.

Það kann vel að vera að það sé hægt að lengja svo í lánum og greiðslujafna þannig hjá fólki að það geti staðið í skilum með afborganir af sínum lánum. En er Gylfa og hans líkum alveg ómögulegt að skilja að í mörgum tilfellum er fólk að borga af lánum sem eru orðin hærri en verðmæti eignarinnar sem það er að borga af.

Sá sem á húsnæði með ákvílandi láni greiðir af því með þá vissu að hann sé að eignast meira í húsnæðinu á ári hverju en ekki minna, eins og nú er. Er undarlegt að fólk sem aldrei sér fram á að eignast neitt í sínu húsnæði þrátt fyrir að geta greitt af lánunum hugsi sig tvisvar um.

Svo er annað sem Gylfi áttar sig ekki á er að í sumum tilfellum getur verið dýrara að greiða af lánum en að leigja. Hugsum okkur fólk sem er að greiða kr.250.000- af láni á mánuði og ræður við það. Þá eru eftir fasteignagjöld, tryggingar viðhaldskostnaður og fleira.

Hvað er þessi fjölskylda að að „græða“ mikið á mánuði með því að hætta að greiða af lánunum og fara út á leigumarkaðinn, með langtímaleitu í huga.

Er nokkur hissa þó að að fólk sé að hugsa aðra möguleika. En ekki er hægt að ímynda sér að Gylfi eða aðrir í ríkisstjórninni skilji það.


mbl.is Flestir geta staðið í skilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Nú hvað er þetta annað en nazista áróður alveg einsog ESB hræðsluáróðurinn frá SF,enda var það ekki Hitler sem byrjaði með þennan draum 1944 ásamt Frökkum nema núna skal ná yfiráðum með hótunum og peningum.Þessir 63 menn á Alþingi eru ekki þjóðin,það á að kjósa um það hvort fara eigi í aðildarviðræður.....En það vill SF ekki þar sem hún veit að það er ekki meirihluti fyrir því að fara í ESB.Þetta eru landráð og ekkert annað,nú þarf að fara að mæta á Austurvöll og í þetta skiftið ekki með potta og tól til að búa til hávaða heldur eitthvað róttækara svo SF fari að skylja að hún ræður ekki.Nú er það mikið af fólki orðið atvinnulaust svo að fjöldinn gæti orðið ansi mikill og fátt sem mundi stoppa hann ef hann færi af stað.Hvenær ætlið þið þetta lanráðafólk að opna augun og skylja að ESB bjargar ekki heimilunum núna þó að SF segi það enda er SF að vinna fyrir ........fyrirtækin sem borga líka brúsan hjá SF og sennilega Gylfa hjá ASÍ líka....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 3.5.2009 kl. 14:59

2 Smámynd: Albert Guðmann Jónsson

Allveg rétt þetta snýst um eiginfjár stöðu og mat á því hvort heimilið nái nokkurntímann að vinna sig upp úr því neikvæða eiginfé sem hefur myndast. Stundum er betra að hætta og byrja á 0.

Albert Guðmann Jónsson, 3.5.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 82

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband