Samfélagshugsunin.

Óskaplega er það nú gott að Steingrímur segist nú skilja vanda heimilanna. Ekki seinna væna. En er það nú svo? Hann talar mikið um samfélagsábyrgð fólksins og afleiðingar þjóðarbúsins ef margir hætta að borga af sínum lánum.

Ég er einn af þeim sem eru með lán frá banka, sem nú er ekki lengur til. Og ekki get ég munað eftir því þegar bankinn nánast bauð mér lánið á sínum tíma með lágum vöxtum, að því fylgdi samfélagsleg ábyrgð. Svo er til plagg sem heitir greiðsluáætlun. Þetta plagg er undirritað af mér og bankanum. Í einfeldni minni hélt ég að orðið „áætlun“ væri eitthvað sem hægt væri að byggja á og treysta. En það var  misskilningur hjá mér. Þetta var bara á annan veginn, bankanum í vil.

Hvað tapast ef einstaklingur fer í svokallað greiðsluverkfall sem enda myndi með gjaldþroti? Hann missir sína íbúð og lögvarðar eigur. Ég sagði „sína íbúð.“ En í raun er hann að missa íbúð sem hann á ekki neitt í og í mörgum tilfellum minna en ekki neitt. Lang líklegasti kaupandi að eigninni er banki eða íbúðalánastofnun, hvorutveggja í eigu ríkisins. Það er öllum í hag að nýi eigandinn bjóði fyrrverandi eigendum að leigja eignina á skikkanlegu verði, því sala á eigninni á undirverði er ekki heppileg.

Hvað vinnst með gjaldþroti? Sumum finnst það afskaplega hæpið að eitthvað vinnist. Gjaldþrota einstaklingur  er laus við skuldirnar vonandi að langmestu leyti, heldur sínu heimili og skuldaábyrgðin er farin. Það getur oft verið betra að byrja á núlli , heldur en að berjast endalaust vonlausri baráttu.

Vissulega er ekki gott að verða gjaldþrota og það á ekki að vera neinum auðvelt. En eins og gjaldþrotalögin eru nú eru þau ósamgjörn. Þau eru byggð upp af hefnigirni. Það á ekki vera neinn lífstíðardómur að verða gjaldþrota. Hugsunin í gjaldþrotalögunum er svipuð því, að ef bíleigandi væri staðinn að því að aka yfir leyfilegum hámarkshraða mætti hann aldrei eignast bíl á ævinni. Burt séð frá því hversu hratt hann hafi ekið. 

Ríkisstjórnin verður að fara að átta sig á því að upp eru komin  önnur sjónarmið og aðrar raddir sem óhjákvæmilegt er að hlusta á. Ef hún ætlar að berja höfðinu endalaust við steininn, hvað þá?


mbl.is Varar við örþrifaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband