Góð byrjun.

Ég tel að þarna sé á ferðinni mjög þarft mál. Það græða allir á þessu.

Ríkissjóður græðir vegna þess að þarna er von um einhverjar auknar tekjur hjá iðnaðarmönnum svo og aukin efnissala. Að vísu tapast þarna einhverjar upphæðir vegna aukinnar endurgreiðslu en á móti kemur að vinna ætti að aukast.

Einstaklingurinn græðir vegna þess að þarna er kominn ákveðinn hvati til að fara í framkvæmdir, viðhald og endurbætur. Ég er alveg viss um það að á meðan endurgreiðslan er 60% eins og nú er, þá hafa ekki allir farið með sína reikninga til að fá endurgreitt. Margir hafi ekki gert sér grein fyrir þessum möguleika, eða ekki talið taka því að fara með lágar reikningsupphæðir.

Ég hef haldið því fram í nokkra mánuði að besti tíminn fyrir einstaklinga að standa í framkvæmdum sé einmitt núna þegar kreppir að. Útseld vinna iðnaðarmanna hefur ekki hækkað að neinu marki. Framboðið af iðnaðarmönnum er nægjanlegt og gott að fá menn í vinnu.

Hvað gerist þegar húsbyggingar fara aftur af stað? Það gerist um leið og aukið fjármagn fer í umferð og hagkerfið fer að stíga upp á við. Þegar hjólin fara að snúast aftur eykst peningamagn í umferð bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þá er ég ansi hræddur um að þeir iðnaðarmenn sem eftir eru leiti frekar í nýbyggingar og einstaklingarnir sitji á hakanum.

Hvernig var þetta fyrir tveimur árum? Þá var mjög erfitt fyrir einstaklinga að fá iðnaðarmenn í þessi „smáverk.“ Ég veit vel að svona var þetta, og það leitar í sama farið aftur þegar fjármagnsstreymi eykst.


mbl.is Endurgreiðsla VSK hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband