4.2.2009 | 00:15
Áhrif álvera vanmetin.
Sú hugsun margra að ekki beri að meta svonefnd afleidd störf sem skapast við rekstur stóriðju er fráleit hugsun.
Nú vill þannig til að ég bý ekki svo langt frá stóriðju og þekki þessi mál af afspurn og eigin raun. Það er algerlega fráleitt að halda því fram að þessi störf væru hvort sem er til ef ekki kæmi til álver eða önnur stóriðjustarfsemi. Það er þó nokkur fjöldi iðnfyrirtækja sem hefur stórann hluta tekna sinna af þjónustu við þessi fyrirtæki. Þetta eru tekjur sem annars hafðu ekki orðið til. Þegar þessi fyrirtæki geta gengið að því sem vísu að að fá ákveðinn hluta tekna sinna ár eftir ár við þjónustu tengdri stóriðju, þá er það eitthvað sem munar um.
það er algerlega útilokað að reikna út arðsemi stóriðju svo nokkuð vit sé í. Svona stór fyrirtæki teygja anga sína svo víða og áhrifin svo margvísleg. Tel raunar mjög líklegt t.d. að Hvalfjarðargöngin hefðu komið mörgum árum seinna ef Norðurál hefði ekki byggt áverið á Grundartanga.
![]() |
Vanmetur mikilvægið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Benedikt Bjarnason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.