Þó svona margir.

Þetta eru ekki svo fáir bílar. Að það hafi selst yfir tíu þúsund bílar á 12 mánaða tímabili er hreint ekki svo lítið. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að það er hæpið að verktakar eða fyrirtækjaeigendur hafi verið að fjárfesta mikið í nýjum bílum.

Bílasölur voru til skamms tíma fullar af bílum og heilbrigð skynsemi segir manni  að það sé betra að kaupa notaðan bíl heldur en nýjan. Við kaup á nýjum bíl erum við að flytja út gjaldeyrir. Þó má segja að í báðum tilfellum hafi kaupendur getað prúttað niður verðið.

En sú hugmyndarfræði að hægt sé að kaupa nýjan bíl á 100% láni með veði í bílnum er með ólíkindum. Bíll er í eðli sínu bara tæki eða verkfæri sem úreldist á til þess að gera stuttum tíma. Ekki er óalgengt að fólk sé að henda 15 ár gömlum bíl eða yngri. Þessi hugsun er afskaplega heimskuleg, eins og bíleigendur eru ná að komast að.

Það á í raun og veru ekki að vera hægt að veðsetja bíl til heimilisnota, ekkert frekar en þú veðsetur ekki rúmið þitt eða sjónvarpið. Orðið „veð“ segir allt sem segja þarf. Á bak við veð þurfa að vera verðmæti. Varanleg verðmæti. Þeir hefðu betur gert sér grein fyrir þessu hinir títtnefndu „útrásarvíkingar“ á sínum tíma.


mbl.is 235 nýir bílar skráðir í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband