7.2.2009 | 13:27
Minn tími mun koma.
Já, maður hefur nú heyrt um fólk sem er þrjóskt, eða á maður að segja viljasterkt. En aldrei neitt í líkingu við þetta.
Þá kemur mér í hug, þegar kona ein sem nú situr á hinu háa Alþingi sagði í ræðustól fyrir nokkrum árum, minn tími mun koma. Og er ekki hennar tími kominn nú í dag?
Mér dettur nú i hug að líkja þessari konu í Suður-Kóreu við Davíð nokkurn Oddsson sem er eins og er, starfsmaður í Seðlabankanum. Hann situr sem fastast. En áðurnefndur þingmaður hamast sem mest hún má og segir vík burt Davíð, en Davíð svarar eigi skal víkja. Þessi farsi er farinn að minna mig svolítið á fornsögurnar; þegar Gunnlaugur Ormstunga segir eigi skal haltur ganga á meðan báðir fætur eru jafn langir.
Ekki veit ég hvor kemur til með að hafa betur í glímunni, starfsmaður seðlabankans eða háttvirtur þingmaður. En þessari konu í Suður-Kóreu getur enginn bannað að taka bílpróf, eða sagt við hana, vík burt kona. Kannski hugsar hún sem svo að minn tími mun koma.
Féll 771 sinni á bílprófi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:01 | Facebook
Um bloggið
Benedikt Bjarnason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Benni minn, þetta sýnir nú bara þrautseigju kvenna og endalausa bjartsýni og undirstrikar hin gömlu sannindi ... Góðir hlutir gerast hægt !! Svo held ég að bankastjórar Seðlabankans geti gengið út og þar leiðir haltur blindan ... ef þú vilt vita mitt álit !!
;)
Dísa , 8.2.2009 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.