10.2.2009 | 19:07
Hamingjudagar eða hvað?
Þeir félagar Valur og Magnús hafa óskað eftir því að vera leystir frá störfum sem formenn bankaráða Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings. Ég er ekki undrandi á þessari ákvörðun og finnst hún eðlileg.
Forsætisráðherra hefur talað í kring um það, að til greina komi að skipta út mönnum í bankaráðunum. Ég veit ekki betur en að þeir séu mjög mætir menn bæði Magnús og Valur en tengjast óneitanlega bönkunum frá fyrri tíð.
Ég er alls ekki hissa á beiðni Steingríms, að biðja þá um að sitja áfram fram að aðalfundi. Það er nú vaninn að nýir menn taki við að loknum aðalfundum. Sú er t.d. raunin hjá stéttarfélögunum, og væntanlega í flestum öðrum félagasamtökum.
Getur verið að Steingrímur og fleiri séu að átta sig á að erfiðlega getur verið af fá fólk til starfa í ákveðin störf á vegum ríkisins? Þarna á ég við störf eins og bankaráðin í heild sinni, tilvonandi bankastjóra Seðlabankans, væntalegar bankastjórastöður í nýju ríkisbönkunum svo og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Einnig má nefna að innan þessara stofnana þurfa að vera ýmiskonar millistjórnendur og fólk sem ber ríka ábyrgð.
Ástæðurnar fyrir þessu eru nokkrar: Það er ekki óeðlilegt að fólk sæki frekar í vinnu hjá þeim fyrirtækjum sem eru vel stæð og hafa mikla vaxtamöguleika. Það verður nú varla sagt um ríkisbúskapinn. Hann er í sömu stöðu eins og hundur í bandi. Sá sem heldur í bandið getur ráðið því hversu mikinn slaka hann gefur og hvenær. Í tilfelli ríkisins er það Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sem heldur í bandið, og hann gefur þann slaka sem honum sýnist án þess að spyrja einn eða neinn. Og óvíst að hann slaki nokkuð á.
Önnur ástæða er sú að um þessar stöður sækir vel menntað fólk. Þetta ágæta fólk er mjög líklega búið að vinna innan bankageirans hjá gömlu bönkunum eða þá á vegum ríkisins einhvern tíman á sínum starfsferli. Einhverstaðar megi rekja tengsl þess við það liðna sem almenningur getur ekki sætt sig við. Tortryggnin er slík að það er voða lítið spennandi að taka að sér slík störf.
Ég sagði það áðan að erfitt gæti verið að finna hæft fólk til starfa á vegum ríkisins, en vissulega er það til. Það er til hópur fólks sem hefur ekki þessi tengsl, sem með einum eða öðrum hætti má rekja til starfsemi gömlu bankana eða ríkisrekinna fjármálafyrirtækja. En hvers vegna ætti það að sækjast eftir því að segja upp sínum störfum og fara að vinna fyrir ríkið? Enda kannski ekki tilbúið í það.
Ofangreind störf verða lengi vel undir smásjá almennings. þeir sem að lokum fá þau eru að róta í gömlum brunarústum og verða að reyna að nýta til uppbyggingar það sem nýtilegt er. Það er enginn öfundsverður af þessum störfum, og takist ekki eins vel til, og margir vona byrjar tortryggnin aftur og krafan um að viðkomandi segi af sér endurtekur sig.
Af ofangreindum ástæðum þykir mér afar sennilegt að illa gangi að fá fólk til starf fyrst um sinn til að gegna þessum störfum. Umhverfið er ekki beinlínis aðlaðandi og tortryggnin mikil.
Ráðherra vill formennina áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.2.2009 kl. 10:20 | Facebook
Um bloggið
Benedikt Bjarnason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.