Klúður á klúður ofan.

Alveg er það með ólíkindum að bankinn hafi átt 50 lúxusbíla. Hefur ekki verið nein takmörk fyrir flottræfilshætti stjórnenda þessara banka?

Ekki kemur mér það á óvart að gefa hafi þurft eftir af söluverðmæti við söluna á þessum bílum. Markaðurinn takmarkaður. Þó svo að tvennum sögum fari af því hversu afslátturinn hafi verið mikill.  Átti ekki Ríkiskaup að sjá alfarið um söluna á bílunum? Það er afskaplega hæpið að stjórnin sjái um þessa hluti, þó svo að það sé tæplega ólöglegt. En vel þess virði að það sé skoðað nánar.

Hvernig ætli standi á því, að koma er upp á yfirborðið aftur og aftur klúður tengt gamla Kaupþingi? Frá áramótum höfum við verið að sjá allskonar vafasamar lánveitingar og millifærslur sem tengdust þessu fyrirtæki. Trúlega á eitthvað af þessu eðlilegar skýringar, þó svo ég sé ekki tilbúinn að kaupa allt sem heilagan sannleika. Sannleikurinn hefur ekki verið í neinu uppáhaldi hjá þessum mönnum.

 


mbl.is Seldu lúxusbíla Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband