Þetta stjórnarskrármál.

Það er búið að vera dálítið broslegt að fylgjast með umræðum um þetta blessað stjórnarskrármál. Ýmsir þeir sem talað hafa undanfarið og ekki síst þeir sem hafa skrifað á bloggsíðum láta eins og illa upplýstir unglingar. Skoðum það aðeins nánar.

Stjórnarskrármálið er á margan hátt mjög þarft mál og ekkert nema gott um það að segja. En það er tóm vitleysa að vera að ræða það núna. Fyrir því eru gildar ástæður.

Eftir nokkrar vikur verður gengið til kosninga og öll umræða á Alþing litast af því meðvitað og ómeðvitað. Þingmenn eru að ræða þetta frumvarp langt fram á nótt aftur og aftur en eru jafnframt með hugann við komandi kosningar og að afla sjálfum sér og sínum flokki fylgis. Stór hluti þingmanna er að hætta á þingi og kemur aldrei til með að þurfa að svara einu né neinu varðandi þetta mál hvernig sem fer. Við svona aðstæður er hreinn kjánaskapur að ætla að afgreiða þetta frumvarp nú á þessu þingi. Það er allt of vandmeðfarið til að ryðja því í gegn nú rétt fyrir kosningar.

Önnur ástæða fyrir því að það ber að taka þetta mál af dagskrá ekki seinna en strax er sú, að ríkisstjórnin ætti að snúa sér að vandamálum líðandi stundar því þar er af nógu að taka. Hún var mynduð til þess að taka á bráðasta vandanum og ætti að snúa sér frekar að því.Því næst gæti nýtt þing tekið málið upp og rætt það við eðlilegri aðstæður og gefið sér betri tíma, því frumvarpið þarf þess. 

Ef fram heldur sem horfir geri ég ráð fyrir að aftur verði kosið eftir tvö ár og þá getum við verið komin með mun betri lagasmíð.

Skoðanakannanir undanfarna vikna benda til þess að VG og Samfylkingin nái hreinum meirihluta á Alþingi að loknum kosningum. Báðir þessir flokkar hafa lýst vilja sínum til að starfa áfram saman fái þeir til þess umboð. VG hafa stóraukið fylgi sitt í skoðanakönnunum frá því kosið var fyrir tveimur árum. Hér er um óánægjufylgi að ræða verði það niðurstaða kosninganna. Það breytir engu hvað flokkurinn eða félagsskapurinn heitir - óánægjufylgi eða skyndivinsældir eru engum til framdráttar. Það hefur sýnt sig að svona skyndihrifning er fljót að koma og fljót að fara þegar verulega reynir á. Þegar engin innistæða er fyrir hendi er af litlu að taka.

Vissulega er það lítill vandi fyrir tvo flokka að starfa sama í rúma tvo mánuði fyrir kosningar. Það er þeim algerlega lífsnauðsynlegt að standa saman og sýnast samstíga. Slíkt leikrit geta flestir leikið. Veruleikinn er öllu naprari.

Vinstri Grænir voru að halda upp á tíu ára afmæli sem flokkur nú fyrir skemmstu. Á þessum áratug hafa þeir aldrei verið í stjórn en náð þeim árangri að þrasa ávallt á móti öllu, ekki síst málflutningi Samfylkingarinnar. Nú á allt í einu að vera allt í himna lagi. Trúi því hver sem vill. Ég sé ekki svona samkomulag endast.

Þegar ég kýs nú í lok apríl þá er það stefna flokksins til margra ára sem ræður. Kosningarhjal eða fallegt bros vikurnar á undan hefur engin áhrif á mig. Þó sumir skipti um skoðun eftir því hvernig vindurinn blæs. Slíkt gef ég ekki mikið fyrir. En komist Steingrímur Sigfússon í næstu ríkisstjórn þá verður kosið næst vorið 2011. Honum treysti ég ekki.


mbl.is Vilja vísa stjórnarskrármáli frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband