Skelfilegt eða hvað?

Mikið óskaplega vorkenni ég reykingarfólkinu að „þurfa“ að ganga í gegnum þvílíkar hörmungar. Að greiða um 800 krónur fyrir pakkann er auðvitað algerlega fráleitt. Það er ekki leggjandi á nokkurn mann. Hvílík ósvífni.

Reyndar hef ég haldið því fram að reykingar séu ákvörðun hvers og eins. Viðkomandi ræður því hvort hann reykir, þetta er hans ákvörðun. Það er ekkert í okkar þjóðfélagsmynstri sem hvetur til reykinga og ekkert sem mælir með því. Fyrir þessu eru gild rök.

Sá sem ekur bíl eftir að hafa drukkið áfengi og er stöðvaður af lögreglu ber ábyrgð á akstrinum og afleiðingum gerða sinna. Fyrst hann getur borið ábyrgð á því að aka fullur þá hlýtur hann að hafa tekið ákvörðunina sjálfur.

Eins er það með tóbakið.

Það er afskaplega broslegt að hlusta á reykingarfólk halda því fram að ekki sé hægt að hætta að reykja. Og koma svo með allskonar afsakanir fyrir því að halda áfram. Nákvæmlega það sama sem bílstjórinn gerir sem ekur fullur. Afsakanir sem ekki hafa dugað hingað til.

Ég ætla að halda því fram að þetta sé ákvörðun viðkomandi. Hann eða hún getur hætt reykingum, aukið þær, dregið úr þeim, hætt tímabundið og byrjað aftur, allt eftir eigin geðþótta.


mbl.is Sígarettukarton á 6.506 í heildsölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Núna mun fljótlega bera á stórfeldu smygli á tóbaki sem selt verður ódýrara en boðið er uppá í verslunum þannig að ekki verður það til að draga úr reykingum...

Þetta er hægt að þakka ríkisstjórninni.

Svo munu þessar hækkanir fara beint útí vísitöluna og hækka öll lán hjá þjóðinni.

Eftir það getur þú haldið áfram að láta hlakka í þér vegna hækkana á tóbaki, áfengi, eldsneyti, bifreiðargjöldum, og fleiru.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 29.5.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband