Fyrstu gleðitíðindin

Komið þið sæl og blessuð.

Gleðilega jólarest. Vonandi hefur ykkur liðið vel um jólin og þau verið ykkur gjöful. Hvað þýðir það að jólin séu gjöful? Er það að fá sem flesta pakka og stærstu gjafirnar? Er það að borða eins og hver getur í sig látið? Nei ég held ekki. Að jólin séu gjöful er að finna að einhver man eftir manni og þyki vænt um mann, og að maður hafi eitthvað að gefa af sér. Einhver falleg orð, eitthvað hlýlegt. 

Nú er dag farið að lengja og sólarstundunum að fjölga. Veðrið er ákaflega fallegt, sólin að reyna að gægjast aðeins upp fyrir sjóndeildarhringinn. Mér sýndist hún hálffeimin, eins og hún vissi ekki alveg hversu hátt hún mætti fara upp á himinhvolfið.

Eftir örfáa daga göngum við inn í nýtt ár. „Þá árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka.“ Það er einmitt raunin. Og við áramót er árið gjarnan gert upp. Fyrirtæki þurfa að skila ársreikningum sem ná frá síðustu áramótum. Uppgjör er að gera upp það liðna, eitthvað sem við fáum ekki breytt. Við uppgjör kemur ýmislegt í ljós,  margt sem vel hefur til tekist og annað miður. Margir hafa tapað fjármunum eða veraldlegum gæðum. En sumir hafa tapað miklu meira sem aldrei kemur til baka. Margir hafa misst ástvin og enn aðrir lent í slysum eða veikindum. Ástvinurinn kemur aldrei til baka en batinn eftir veikindi eða slys gengur misvel. Vonandi sem allra best þó eru einhverjir sem ná sér ekki að fullu. Fjármunir eru endurnýjanlegir og nauðsynlegir og auðvitað er það óskaplega sárt að sjá á eftir eigum sínum hverfa og geta ekkert gert til að koma í veg fyrir það. En það er svo margt annað sem gefur lífinu gildi.

Við núverandi efnahagsástand kemur fólk til landsins í verslunarleiðangur og skilur eftir gjaldeyrir í landinu. Ekki veitir af. Þó svo að ástæðan fyrir því sé það efnahagsumhverfi sem við íslendingar búum við nú um stund.

Ég ætla ekki að bölsótast út í fortíðina og draga bölmóðinn með mér inn í næsta ár. Það hefur afskaplega lítinn tilgang. Sé einhver sekur um eitthvað brotlegt verður sá hinn sami væntanleg dæmdur af dómstólum landsins. Það er ekki mitt að gera það, ég hef ekki efni á því.

Horfum björtum augum fram á veginn. Óska bloggurum og landsmönnum öllum gleðilegs nýárs  og megi þeir vel njóta.

 

 


mbl.is Ísland á hálfvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband