16.4.2009 | 18:41
Það sem tönn á festir.
Hún hefur ekki ætlað sér að deyja ráðalaus þessi bandaríska kona. Það hefur nú séð á manngreyinu. Greinilega kjarnakona.
Svo þegar lögreglan hafði borið kennsl á manninn þá auðvitað þekkti hún hann um leið. En hafið þið velt fyrir ykkur þessu orði „kennsl?“
Nú þegar sumarið nálgast þarf gjarnan að fúaverja tréverk. Þá er farið út í byggingarvöruverslun og keypt fúavarnarefni og það borið á viðinn. Það væri vissulega gaman að fara inn í byggingarvöruverslun og biðja um 1 lítir af „kennsli.“ Því þannig stendur á ég var einmitt að hitta mann sem ég þekkti ekki neitt, og ef ég gæti borið á hann „kennsl“ þá myndi ég þegar í stað þekkja hann. Ekki amalegt það.
Skyldi lögreglan eiga mikið af „kennsli?“ Alltaf eru þeir að bera þetta á einhvern eða eitthvað.
![]() |
Beit þjóf til að ná DNA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Benedikt Bjarnason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.