Einstakur kjánaskapur.

Fyrst þegar ég sá þessa frétt datt mér ekki annað í hug en að hún væri sönn. Þó var eitt í fréttinni sem var svolítið vafasamt, en sýnir hversu heimskulegt þetta uppátæki var. Það voru myndirnar af ferðamönnunum sem stóðu í lítilli fjarlægð frá birninum vitandi það hvað þeir geta verið snöggir að bregða við og fljótir í förum.

Það var engin ástæða til að ætla að fréttin gæti ekki verið rétt. Ísbirnir koma væntanlega að landi á norðurlandi eða vestfjörðum. Tímasetningin er ekkert óeðlileg. Þó ekki hafi verið neinn ís nálagt landi að undanförnu þá geta ísbirnir synt tugi kílómetra. Það hafa birnirnir sem gengu á land í fyrra gert.

Engin ástæða var fyrir fréttamann mbl.is að efast um sannleiksgildi fréttarinnar. Frétt sem fjallar um einhverja ógn eða eitthvað sem getur valdið fólki skaða eða tjóni, á að vera yfir allan vafa hafin. Slíkar fréttir eru ekkert spaug eða gamanmál, og þeir sem þannig hugsa eru tæplega samfélagshæfir. Svona fréttum verður fólk að geta treyst. Enda væri það einkennilegt ef fréttamaður mætti ekki birta frétt um slys, tjón eða hamfarir nema hafa öruggar heimildir að fréttinni.

Ísbirnir eru hættuleg dýr og væntanlega er björn sem gengur á land svangur. Þeir eru líklegir til alls og ekki nokkur ástæða að ætla að þar fari gæludýr.

Þessir Akureyringar gerðu flest rangt sem hægt var. Í upphaflegu fréttinni var sagt að björninn hafi komið á land við Hofsós. Þar er mjög stutt í byggð. Var einhver ástæða að hræða fólk í nágreninu og valda því ótta?

Þeir hefðu mátt vita það að það er til viðbragðsáætlun við komu hvítabjarna. Lögreglan brást við eins og við er að búast, og allt kostar þetta uppátæki peninga.

„Það vantaði jákvæðar fréttir,“ er haft eftir Sigurði Guðmundssyni  forsvarsmanni fréttarinnar. Mikið óskaplega er þetta „jákvæð frétt,“ eða hitt þó heldur.

Hinn meinti ísbjörn sem  gekk á land við Hofsós var sem betur fer uppspuni. Og vonandi fáum við ekki að heyra svona lygafrétt aftur. En myndin sem fylgir þessari frétt er að mér sýnist tekin upp á Öxnadalsheiði. þannig að ekkert er rétt sem frá þessum vesalings mönnum kemur.

 


mbl.is Ísbjörninn blekking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband