Vitleysisgangur alþingismanna.

Ekki hefði mér getað dottið í hug að íslenskir þingmenn væru svo grunnhyggnir að leggja fram aðra eins vitleysu og þetta frumvarp á þessu þingi þegar af nógu öðru er að taka.

Til hvers er verið að eiða tímanum í svona dæmalaust rugl? Þessir þingmenn telja sér væntanlega trú trú um að þeir einstaklingar sem sýni líkamann nakinn og fái greitt fyrir það séu þvingaðir til þess. Í flestum tilfellum eru það konur sem stunda þessa iðju, og ég er alveg samfærður um það að í langflestum tilfellum gera þær þetta af frjálsum og fúsum vilja til að afla sér tekna.

Við höfum lög í landinu sem taka á því ef einhver er þvingaður til einhvers  og það þarf engin sér lög um þessa starfsemi. 

Hér er á ferðinni skelfilegur óskapnaður. Þessi forsjárhyggjulög eru ekkert annað en tímaskekkja. þessi hugsun, að telja sig alltaf þurfa að hafa vit fyrir öðrum og ramma það inn í landslög er forneskjuleg. Minnir mig einna helst á sið formæðra okkar sem fyrr á öldum töldu sig ávallt vita hvað best væri fyrir börnin langt fram eftir aldri.


mbl.is Vilja banna nektarsýningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband