Ofbeldi enn og aftur.

Á ég að trúa því að skólastjóri Fjölbrautarskóla  Suðurlands á Selfossi ætli að láta ofbeldi endurtaka sig aftur og aftur án að aðhafast nokkuð? Varla verður sagt að með sanni að skólastjórinn hafi tekið á málunum af neinni festu.

Þeir sem beita aðra ofbeldi eiga í einhverjum erfiðleikum. Hjá þeim er eitthvað að. Og það er ekki síður skólayfirvalda að reyna að leiðbeina eða stuðla að því að þessir einstaklingar fái hjálp. Svona mál verða að vinnast í samvinnu við foreldra eða forráðamanna þessara barna.

Það er ekki með neinum illvilja gert að ætla að skólastjóri viti ekki af þessu ofbeldi og vilji ekki gera neitt í því nema hann sé neyddur til. Í því sambandi vil ég benda á að nú er langt liðið á skólaárið. Þeir sem nú eru að beita aðra ofbeldi hljóta að hafa komið í skólann í haust og eru trúlega ekki að brjót af sér í fyrsta skipti. Þó svo að þetta sé það grófasta.

Ég veit það af fenginni reynslu að þeir sem leggja aðra í einelti eða beita ofbeldi eru ekki að byrja á því á miðjum vetri. Þessir nemendur eru oft mjög lagnir í að koma vel fyrir þegar kennarar eða skólastjóri sér til. En það er engin afsökun fyrir skólayfirvöld. Skólastjórar og kennarar hljóta að hafa einhverja sálfræðiþekkingu, eða í það minnsta hafa eitthvað í sér á því sviði. Á sama hátt má segja að smiður verður aldrei góður smiður nema að hann hafi það sem stundum er nefnt smiðsauga. Þeir eiginleikar eru ekki kenndir í skólum

 Viðbrögð skólastjóra við síendurteknu ofbeldi eru þó ekki sá meira sagt, furðuleg. Og spurning hvort hann ætti ekki að yfirgef skólann ekki síður en ofbeldismennirnir. Foreldrar og forráðamenn barna verða að gera þá kröfu til skólayfirvalda að fylgst sé með börnum í skólanum til þess að svona atburðir geti ekki endurtekið sig.


mbl.is Ráðist með grjóti á 16 ára pilt í FSu á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúður á klúður ofan.

Alveg er það með ólíkindum að bankinn hafi átt 50 lúxusbíla. Hefur ekki verið nein takmörk fyrir flottræfilshætti stjórnenda þessara banka?

Ekki kemur mér það á óvart að gefa hafi þurft eftir af söluverðmæti við söluna á þessum bílum. Markaðurinn takmarkaður. Þó svo að tvennum sögum fari af því hversu afslátturinn hafi verið mikill.  Átti ekki Ríkiskaup að sjá alfarið um söluna á bílunum? Það er afskaplega hæpið að stjórnin sjái um þessa hluti, þó svo að það sé tæplega ólöglegt. En vel þess virði að það sé skoðað nánar.

Hvernig ætli standi á því, að koma er upp á yfirborðið aftur og aftur klúður tengt gamla Kaupþingi? Frá áramótum höfum við verið að sjá allskonar vafasamar lánveitingar og millifærslur sem tengdust þessu fyrirtæki. Trúlega á eitthvað af þessu eðlilegar skýringar, þó svo ég sé ekki tilbúinn að kaupa allt sem heilagan sannleika. Sannleikurinn hefur ekki verið í neinu uppáhaldi hjá þessum mönnum.

 


mbl.is Seldu lúxusbíla Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór brjóst.

Ekki veit ég nú hver hún er þessi fyrirsæta. Og er reyndar alveg slétt sama. En fullyrðing hennar um stóru brjóstin og heilaskortinn er athyglisverð.

Takið eftir því: þetta er bein fullyrðing konu um að svona sé þetta. Þá veit maður það.

Ekki ætla ég nú að draga neina ályktun af þessari staðhæfingu fyrirsætunnar. En fram kemur í fréttinni að hún hafi verið búin að sofa hjá honum áður. Trúlega hefur það ekki verið neitt eftirsóknarvert fyrst hún hafnaði tilboðinu. Var hann ekki að standa sig ? Hvernig mælist slíkur árangur? Er til einhver skalli yfir slíkt? Nei, ég bara spyr.

 


mbl.is Vildi ekki sofa hjá Rourke
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjudagar eða hvað?

Þeir félagar Valur og Magnús hafa óskað eftir því að vera leystir frá störfum sem formenn bankaráða Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings. Ég er ekki undrandi á þessari ákvörðun og finnst hún eðlileg.

 Forsætisráðherra hefur talað í kring um það, að til greina komi að skipta út mönnum í bankaráðunum. Ég veit ekki betur en að þeir séu mjög mætir menn bæði Magnús og Valur en tengjast óneitanlega bönkunum frá fyrri tíð.

Ég er alls ekki hissa á beiðni Steingríms, að biðja þá um að sitja áfram fram að aðalfundi. Það er nú vaninn að nýir menn taki við að loknum aðalfundum. Sú er t.d. raunin  hjá stéttarfélögunum, og væntanlega í flestum öðrum félagasamtökum.

Getur verið að Steingrímur og fleiri séu að átta sig á að erfiðlega getur verið af fá fólk til starfa í ákveðin störf á vegum ríkisins? Þarna á ég við störf eins og bankaráðin í heild sinni, tilvonandi bankastjóra Seðlabankans, væntalegar bankastjórastöður í nýju ríkisbönkunum svo og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Einnig má nefna að innan þessara stofnana þurfa að vera ýmiskonar millistjórnendur og fólk sem ber ríka ábyrgð.

Ástæðurnar fyrir þessu eru nokkrar: Það er ekki óeðlilegt að fólk sæki frekar í vinnu hjá þeim fyrirtækjum sem eru vel stæð og hafa mikla vaxtamöguleika. Það verður nú varla sagt um ríkisbúskapinn. Hann er í sömu stöðu eins og hundur í bandi. Sá sem heldur í bandið getur ráðið því hversu mikinn slaka hann gefur og hvenær. Í tilfelli ríkisins er það Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sem heldur í bandið, og hann gefur þann slaka sem honum sýnist án þess að spyrja einn eða neinn. Og óvíst að hann slaki nokkuð á.

Önnur ástæða er sú að um þessar stöður sækir vel menntað fólk. Þetta ágæta fólk er mjög líklega búið að vinna innan bankageirans hjá gömlu bönkunum eða þá á vegum ríkisins einhvern tíman á sínum starfsferli. Einhverstaðar megi rekja tengsl þess við það liðna sem almenningur getur ekki sætt sig við. Tortryggnin er slík að það er voða lítið spennandi að taka að sér slík störf.

Ég sagði það áðan að erfitt gæti verið að finna hæft fólk til starfa á vegum ríkisins, en vissulega er það til. Það er til hópur fólks sem hefur ekki þessi tengsl, sem með einum eða öðrum hætti má rekja til starfsemi gömlu bankana eða ríkisrekinna fjármálafyrirtækja. En hvers vegna ætti það að sækjast eftir því að segja upp sínum störfum og fara að vinna fyrir ríkið? Enda kannski ekki tilbúið í það.

Ofangreind störf verða lengi vel undir smásjá almennings. þeir sem að lokum fá þau eru að róta í gömlum brunarústum og verða að reyna að nýta til uppbyggingar það sem nýtilegt er. Það er enginn öfundsverður af þessum störfum, og takist ekki eins vel til, og margir vona byrjar tortryggnin aftur og krafan um að viðkomandi segi af sér endurtekur sig.

Af ofangreindum ástæðum þykir mér afar sennilegt að illa gangi að fá fólk til starf fyrst um sinn til að gegna þessum störfum. Umhverfið er ekki beinlínis aðlaðandi og tortryggnin mikil.

 


mbl.is Ráðherra vill formennina áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minn tími mun koma.

Já, maður hefur nú heyrt um fólk sem er þrjóskt, eða á maður að segja viljasterkt. En aldrei neitt í líkingu við þetta.

Þá kemur mér í hug, þegar kona ein sem nú situr á hinu háa Alþingi sagði í ræðustól fyrir nokkrum árum, „minn tími mun koma.“ Og er ekki hennar tími kominn nú í dag?

Mér dettur nú i hug að líkja þessari konu í Suður-Kóreu við Davíð nokkurn Oddsson sem er eins og er, starfsmaður í Seðlabankanum. Hann situr sem fastast. En áðurnefndur þingmaður hamast sem mest hún má og segir „vík burt Davíð,“ en Davíð svarar „eigi skal víkja.“ Þessi farsi er farinn að minna mig svolítið á fornsögurnar; þegar Gunnlaugur Ormstunga segir „eigi skal haltur ganga á meðan báðir fætur eru jafn langir.“

Ekki veit ég hvor kemur til með að hafa betur í glímunni, starfsmaður seðlabankans eða háttvirtur þingmaður. En þessari konu í Suður-Kóreu getur enginn bannað að taka bílpróf, eða sagt við hana, „vík burt kona.“ Kannski hugsar hún sem svo „að minn tími mun koma.“


mbl.is Féll 771 sinni á bílprófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó svona margir.

Þetta eru ekki svo fáir bílar. Að það hafi selst yfir tíu þúsund bílar á 12 mánaða tímabili er hreint ekki svo lítið. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að það er hæpið að verktakar eða fyrirtækjaeigendur hafi verið að fjárfesta mikið í nýjum bílum.

Bílasölur voru til skamms tíma fullar af bílum og heilbrigð skynsemi segir manni  að það sé betra að kaupa notaðan bíl heldur en nýjan. Við kaup á nýjum bíl erum við að flytja út gjaldeyrir. Þó má segja að í báðum tilfellum hafi kaupendur getað prúttað niður verðið.

En sú hugmyndarfræði að hægt sé að kaupa nýjan bíl á 100% láni með veði í bílnum er með ólíkindum. Bíll er í eðli sínu bara tæki eða verkfæri sem úreldist á til þess að gera stuttum tíma. Ekki er óalgengt að fólk sé að henda 15 ár gömlum bíl eða yngri. Þessi hugsun er afskaplega heimskuleg, eins og bíleigendur eru ná að komast að.

Það á í raun og veru ekki að vera hægt að veðsetja bíl til heimilisnota, ekkert frekar en þú veðsetur ekki rúmið þitt eða sjónvarpið. Orðið „veð“ segir allt sem segja þarf. Á bak við veð þurfa að vera verðmæti. Varanleg verðmæti. Þeir hefðu betur gert sér grein fyrir þessu hinir títtnefndu „útrásarvíkingar“ á sínum tíma.


mbl.is 235 nýir bílar skráðir í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhrif álvera vanmetin.

Sú hugsun margra að ekki beri að meta svonefnd afleidd störf sem skapast við rekstur stóriðju er fráleit hugsun.

Nú vill þannig til að ég bý ekki svo langt frá stóriðju og þekki þessi mál af afspurn og eigin raun. Það er algerlega fráleitt að halda því fram að þessi störf væru hvort sem er til ef ekki kæmi til álver eða önnur stóriðjustarfsemi. Það er þó nokkur fjöldi iðnfyrirtækja sem hefur stórann hluta tekna sinna af þjónustu við þessi fyrirtæki. Þetta eru tekjur sem annars hafðu ekki orðið til. Þegar þessi fyrirtæki geta gengið að því sem vísu að að fá ákveðinn hluta tekna sinna ár eftir ár við þjónustu tengdri stóriðju, þá er það eitthvað sem munar um. 

það er algerlega útilokað að reikna út arðsemi stóriðju svo nokkuð vit sé í. Svona stór fyrirtæki teygja anga sína svo víða og áhrifin svo margvísleg. Tel raunar mjög líklegt t.d. að Hvalfjarðargöngin hefðu komið mörgum árum seinna ef Norðurál hefði ekki byggt áverið á Grundartanga.


mbl.is Vanmetur mikilvægið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð byrjun.

Ég tel að þarna sé á ferðinni mjög þarft mál. Það græða allir á þessu.

Ríkissjóður græðir vegna þess að þarna er von um einhverjar auknar tekjur hjá iðnaðarmönnum svo og aukin efnissala. Að vísu tapast þarna einhverjar upphæðir vegna aukinnar endurgreiðslu en á móti kemur að vinna ætti að aukast.

Einstaklingurinn græðir vegna þess að þarna er kominn ákveðinn hvati til að fara í framkvæmdir, viðhald og endurbætur. Ég er alveg viss um það að á meðan endurgreiðslan er 60% eins og nú er, þá hafa ekki allir farið með sína reikninga til að fá endurgreitt. Margir hafi ekki gert sér grein fyrir þessum möguleika, eða ekki talið taka því að fara með lágar reikningsupphæðir.

Ég hef haldið því fram í nokkra mánuði að besti tíminn fyrir einstaklinga að standa í framkvæmdum sé einmitt núna þegar kreppir að. Útseld vinna iðnaðarmanna hefur ekki hækkað að neinu marki. Framboðið af iðnaðarmönnum er nægjanlegt og gott að fá menn í vinnu.

Hvað gerist þegar húsbyggingar fara aftur af stað? Það gerist um leið og aukið fjármagn fer í umferð og hagkerfið fer að stíga upp á við. Þegar hjólin fara að snúast aftur eykst peningamagn í umferð bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þá er ég ansi hræddur um að þeir iðnaðarmenn sem eftir eru leiti frekar í nýbyggingar og einstaklingarnir sitji á hakanum.

Hvernig var þetta fyrir tveimur árum? Þá var mjög erfitt fyrir einstaklinga að fá iðnaðarmenn í þessi „smáverk.“ Ég veit vel að svona var þetta, og það leitar í sama farið aftur þegar fjármagnsstreymi eykst.


mbl.is Endurgreiðsla VSK hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruðningur er málið.

Mikið líst mér vel á þetta. Hef reyndar aldrei haft neinn áhuga á „þessar íþrótt.“ En ef að eitthvað svona „skemmtilegt“ kemur inn í útsendinguna, þá er aldrei að vita nema maður færi að horfa.

Er þarna ekki komið verðugt verkefni fyrir Steingrím (sem annars er á móti öllu) og Jóhönnu að stuðla að því að bandarískur ruðningur verði tekin upp hér á landi?

Skyldi Sigmundur Davíð verja þá aðgerð?


mbl.is Náin kynni af öðru tagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþarfa hraðahindranir.

Hvað er nú til ráða?  Er það ekki hlutverk lögreglunnar að liðka til í umferðinni og aðstoða ökumenn eftir því sem hægt er?

Það kemur hvergi fram í fréttinni hversu há hraðahindrunin hafi verið eða yfir hvað maðurinn hafi ætlað sér að aka.

En það er nú svolítið skondið að sjá fyrir sér aðstæður þessa ökumanns, ef hann hefur góðfúslega beðið lögregluna að hjálpa sér við að aka yfir „hraðahindrunina.“ Smile

Ber ekki lögreglunni að aðstoða samborgarana? Eða hvað? Veit ekki.


mbl.is Komst ekki yfir hraðahindrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband