Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.7.2009 | 10:30
Steingrímur blaðrar og blaðrar.
Ég hef það sterklega á tilfinningunni að það sé takmark hjá Steingrími að tala manna mest á hverju þinginu á eftir öðru. Þetta er tæplega einleikið.
Ef þarna færu nú saman magn og gæði þá væri þessi orðaflaumur í lagi. En því fer nú víðs fjarri. Að fara upp í ræðustól aftur og aftur og segja það sama með mismunandi orðalagi er algerlega tilgangslaust. Því aldrei verður Steingrími talið það til tekna að hann sé samkvæmur sjálfum sér. Þar er bara slegið úr og í eftir því hvernig vindurinn blæs.
Steingrímur hefur oft minnt mig á þá sem tala manna mest í vinnustaðarkaffipásum en hafa ósköp lítið að segja, en telja sig vita allt manna best.
Steingrímur hefur talað oftast og mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2009 | 14:12
Á hverju átti Vilhjálmur von?
Sama tuggan kemur alltaf hjá Vilhjálmi við hverja breytingu á stýrivöxtum Seðlabankans. Mánuðum saman tuðaði hann yfir stýrivaxtarhækkun Seðlabankans á meðan Davíð var seðlabankastjóri. Nú hefur hann snúið blaðinu við og grenjar út í eitt vegna þess hve stýrivextirnir lækka lítið. Er maðurinn veruleikafirrtur eða ekki í neinum tengslum við raunveruleikann?
Horfum aðeins á staðreyndir málsins. Stjórnvöld samþykktu það á sínum tíma að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að veita okkur lán á neyðarstundu. Auðvitað setur AGS ákveðin skilyrði fyrir láninu, það hlýtur Vilhjálmur að vita. Þessar lánareglur eru stjórnvöldum vel kunnar og sama má segja um Samtök atvinnulífsins og ASÍ. Þarna á ekkert að koma á óvart.
Önnur staðreynd er sú að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er lánastofnun ekki ríkisvald. Svo lengi sem AGS fær sitt og stjórnvöld uppfylla lánasamninginn er allt í lagi. Eða dettur einhverjum í hug að þjóðarhagur komi Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eitthvað við?
Þó svo að Seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun þá eru honum veruleg takmörk sett. Það þarf enginn að segja mér að Seðlabankinn geti lækkað stýrivextina að vild. Vitanlega er það AGS sem hefur mest um það að segja.
Gleymum ekki því að Seðlabankastjórinn er norðmaður sem ráðinn er til skamms tíma. Þegar hann yfirgefur bankann má honum vera nokkuð sama hvernig bankanum reiðir af. Ekki get ég séð að hans hagsmunir sem Seðlabankastjóra þurfi að fara saman við hagsmuni þjóðarinnar.
Um það hefur verið rætt að skila láninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Lilja Mósesdóttir hagfræðingur hefur margoft talað um það. Hún hefur verið verulega rökföst í sínum málflutningi, en viljað fara aðrar leiðir en stjórnvöld. Hvernig væri fyrir stjórnvöld að fara að hlusta á aðrar hugmyndir við stjórnun peningamála í staðin fyrir að berja höfðinu endalaust við steininn?
Ef stjórnvöld geta skilað láninu frá AGS og lokað þar með á samskipti við sjóðinn hlýtur það að vera gagnkvæmt. Sé Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki að fá það fram sem hann vill og allt gangi mikið hægar fyrir sig en samkomulagið krefst, er þá nokkuð því til fyrirstöðu að bann hætti við allt saman? Pakki saman, og segi; það er ekkert að ganga upp hjá ykkur,takk fyrir samstarfið, við erum farnir, bless.
Ólíklegt en ekki óhugsandi.
Taki ég þetta saman, kemur eftirfarandi í ljós. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er stór stofnun sem væntanlega hefur það ekki á stefnuskrá sinni að hugsa um þjóðarhag rúmlega 300.000 manna þjóðar langt norður í Atlandshafi. Þetta eru ekki góðgerðarsamtök.
Undanfarna mánuði hefur það æ oftar komið í ljós að hagsmunir þjóðarinnar, fólksins og fyrirtækjanna, og AGS fara ekki saman. Svo lengi sem við undirgöngumst skuldbindingar sjóðsins þá getum við átt von á hverju sem er. Þó sárt sé að viðurkenna það, þá ræður Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miklu á bak við tjöldin. Í ljósi þessa er ekki erfitt að skilja hvers vegna stýrivextirnir lækka svo hægt.
Seðlabankinn einangrar sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2009 | 12:24
Skelfilegt eða hvað?
Mikið óskaplega vorkenni ég reykingarfólkinu að þurfa að ganga í gegnum þvílíkar hörmungar. Að greiða um 800 krónur fyrir pakkann er auðvitað algerlega fráleitt. Það er ekki leggjandi á nokkurn mann. Hvílík ósvífni.
Reyndar hef ég haldið því fram að reykingar séu ákvörðun hvers og eins. Viðkomandi ræður því hvort hann reykir, þetta er hans ákvörðun. Það er ekkert í okkar þjóðfélagsmynstri sem hvetur til reykinga og ekkert sem mælir með því. Fyrir þessu eru gild rök.
Sá sem ekur bíl eftir að hafa drukkið áfengi og er stöðvaður af lögreglu ber ábyrgð á akstrinum og afleiðingum gerða sinna. Fyrst hann getur borið ábyrgð á því að aka fullur þá hlýtur hann að hafa tekið ákvörðunina sjálfur.
Eins er það með tóbakið.
Það er afskaplega broslegt að hlusta á reykingarfólk halda því fram að ekki sé hægt að hætta að reykja. Og koma svo með allskonar afsakanir fyrir því að halda áfram. Nákvæmlega það sama sem bílstjórinn gerir sem ekur fullur. Afsakanir sem ekki hafa dugað hingað til.
Ég ætla að halda því fram að þetta sé ákvörðun viðkomandi. Hann eða hún getur hætt reykingum, aukið þær, dregið úr þeim, hætt tímabundið og byrjað aftur, allt eftir eigin geðþótta.
Sígarettukarton á 6.506 í heildsölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2009 | 18:17
Rífa ætti tónlistarhúsið.
Það besta í stöðunni í dag væri að rífa tónlistarhúsið. Rökin fyrir því eru margvísleg. Skoðum það nánar.
Ef ekki verður haldið áfram með húsið verður deilt um það, einhverjir verða óánægðir, eins ef húsið verður klárað að utan og lóðin frágengin, þá verða líka einhverjir óánægðir. Verði lokið við húsið og það tekið í notkun verða mjög margir óánægðir. Það er algerlega útilokað að klára húsið nema að fórna einhverju öðru í staðin. Peningar eru ekki til nema að skera niður þarfari framkvæmdir. Verður fólk ánægt með það?
Langódýrast í stöðunni er að rífa húsið jafna lóðina og þökuleggja. Fá þarna falleg grænt tún. Síðan mætti hugsa um hvernig þessi blettur yrði nýtur á annan hátt en að byggja þarna stórhýsi.
Stórar ákvarðanir eru oft sársaukafullar, og þessi yrði það vafalaust. Tónlistarhúsið er ljótt, og verður ljótt og reykvíkingum ekki til nokkurs sóma. Bygging sem aldrei hefði átt að byrja á. Til langs tíma litið er þetta albesta lausnin.
Vilja að byggingu Tónlistarhúss verði hætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2009 | 01:17
Fegurst kvenna
Glæsileg stúlka af Skagnaum. Nema kvað. Þessi keppni á fyllilega rétt á sér.
Óska þessari myndarlegu stúlku til hamingju með sigurinn. Hún er vel að því komin.
Guðrún Dögg valin Ungfrú Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.5.2009 | 18:55
Vitleysisgangur alþingismanna.
Ekki hefði mér getað dottið í hug að íslenskir þingmenn væru svo grunnhyggnir að leggja fram aðra eins vitleysu og þetta frumvarp á þessu þingi þegar af nógu öðru er að taka.
Til hvers er verið að eiða tímanum í svona dæmalaust rugl? Þessir þingmenn telja sér væntanlega trú trú um að þeir einstaklingar sem sýni líkamann nakinn og fái greitt fyrir það séu þvingaðir til þess. Í flestum tilfellum eru það konur sem stunda þessa iðju, og ég er alveg samfærður um það að í langflestum tilfellum gera þær þetta af frjálsum og fúsum vilja til að afla sér tekna.
Við höfum lög í landinu sem taka á því ef einhver er þvingaður til einhvers og það þarf engin sér lög um þessa starfsemi.
Hér er á ferðinni skelfilegur óskapnaður. Þessi forsjárhyggjulög eru ekkert annað en tímaskekkja. þessi hugsun, að telja sig alltaf þurfa að hafa vit fyrir öðrum og ramma það inn í landslög er forneskjuleg. Minnir mig einna helst á sið formæðra okkar sem fyrr á öldum töldu sig ávallt vita hvað best væri fyrir börnin langt fram eftir aldri.
Vilja banna nektarsýningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2009 | 13:42
Faðir vor
Alveg er þetta ekta Amerískt. Nakin maður flúði úr sjúkrabifreið og var eltur uppi af lögreglunni og króaður af í bakgarði.
Varla hefur hann verið alvondur fyrst hann fór með faðirvorið.
Ekki hafa þeir nú verið miklir bógar þessir lögreglumenn að skjóta á þennan litla mann með rafbyssu. Eru engin takmörk fyrir vitfirringunni í henni Ameríku? Eða voru þeir hræddir við urrið?
Ég get ekki séð það fyrir mér að erfitt hefði verið að handtaka manninn ef svona hefði gerst á Íslandi. En Íslendingar eru auðvitað hetjur
Flúði og fór með Faðirvorið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2009 | 23:23
Einstakur kjánaskapur.
Fyrst þegar ég sá þessa frétt datt mér ekki annað í hug en að hún væri sönn. Þó var eitt í fréttinni sem var svolítið vafasamt, en sýnir hversu heimskulegt þetta uppátæki var. Það voru myndirnar af ferðamönnunum sem stóðu í lítilli fjarlægð frá birninum vitandi það hvað þeir geta verið snöggir að bregða við og fljótir í förum.
Það var engin ástæða til að ætla að fréttin gæti ekki verið rétt. Ísbirnir koma væntanlega að landi á norðurlandi eða vestfjörðum. Tímasetningin er ekkert óeðlileg. Þó ekki hafi verið neinn ís nálagt landi að undanförnu þá geta ísbirnir synt tugi kílómetra. Það hafa birnirnir sem gengu á land í fyrra gert.
Engin ástæða var fyrir fréttamann mbl.is að efast um sannleiksgildi fréttarinnar. Frétt sem fjallar um einhverja ógn eða eitthvað sem getur valdið fólki skaða eða tjóni, á að vera yfir allan vafa hafin. Slíkar fréttir eru ekkert spaug eða gamanmál, og þeir sem þannig hugsa eru tæplega samfélagshæfir. Svona fréttum verður fólk að geta treyst. Enda væri það einkennilegt ef fréttamaður mætti ekki birta frétt um slys, tjón eða hamfarir nema hafa öruggar heimildir að fréttinni.
Ísbirnir eru hættuleg dýr og væntanlega er björn sem gengur á land svangur. Þeir eru líklegir til alls og ekki nokkur ástæða að ætla að þar fari gæludýr.
Þessir Akureyringar gerðu flest rangt sem hægt var. Í upphaflegu fréttinni var sagt að björninn hafi komið á land við Hofsós. Þar er mjög stutt í byggð. Var einhver ástæða að hræða fólk í nágreninu og valda því ótta?
Þeir hefðu mátt vita það að það er til viðbragðsáætlun við komu hvítabjarna. Lögreglan brást við eins og við er að búast, og allt kostar þetta uppátæki peninga.
Það vantaði jákvæðar fréttir, er haft eftir Sigurði Guðmundssyni forsvarsmanni fréttarinnar. Mikið óskaplega er þetta jákvæð frétt, eða hitt þó heldur.
Hinn meinti ísbjörn sem gekk á land við Hofsós var sem betur fer uppspuni. Og vonandi fáum við ekki að heyra svona lygafrétt aftur. En myndin sem fylgir þessari frétt er að mér sýnist tekin upp á Öxnadalsheiði. þannig að ekkert er rétt sem frá þessum vesalings mönnum kemur.
Ísbjörninn blekking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2009 | 11:59
Sauðburður hafin.
Nú þessa dagana fer að hefjast eða er hafin sauðburður. Á forsíðu mbl.is er myndasíða af sauðburði á bænum Fjalli i Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þetta eru ljómandi fallegar myndir og ekkert við það að athuga nema textann sem fylgir myndunum.
Undirritaður átti stóran hluta ævi sinnar heima í sveit og þekkir því til sauðfjárbúskapar. Orðið kind er samheiti yfir sauðfé. Þegar smalað er á haustin sjá menn oft kindur í fjarska, þegar nær er komið sést hvort um sé að ræða lömb eða ær (eða hrúta). Á einni myndinni er Ingvar að draga lamb úr einni ánni. Sama vitleysa er endurtekin við næstu mynd. Kannski ekki beinlínis vitlaust að segja kindinni en ekki fallegt málfar.
Svo kemur mynd þar sem móðirin er með nýfætt lambið fyrir framan sig sem hún er að fara að kara. Ærnar kara lömbin en bragða ekki á þeim (sem betur fer) eða hreinsa þau. Þetta er eðli nátúrunnar og öll spendýr gera þetta, trúlega mest í þeim tilgangi til að örva afkvæmið til að komast á fætur og komast á spena.
Enn kemur mynd þar sem segir að lambið sé að braggast. Lambið hefur ekki braggast á nokkurn hátt. Skepnur sem lenda í svelti eða verða fyrir einhverju áfalli þannig að af þeim dregur, braggast þegar þær fá betra atlæti og eru að ná sér aftur. Lambið er ekki enn farið á spena, og hefur ekki orðið fyrir neinu áfalli.
Að lokum er mynd þar sem segir að lambið sé komið á fætur og fái fyrsta þvottinn. Tæplega er það komið á fætur því það er stutt við það svo það geti staðið. Svo er sauðfé ekki þvegið. Ærin þvær ekki lambið. Hins vegar er hún byrjuð að kara það.
Grein um heimsókn þessa blaðamanns birtist í föstudagsblaði Morgunblaðsins. Oft finnst mér að blaða- og fréttamenn mættu kynna sér betur það sem þeir eru að fjalla um. Eða hefur einhver heyrt talað um sauðfjárþvottvél?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2009 | 21:42
Samfélagshugsunin.
Óskaplega er það nú gott að Steingrímur segist nú skilja vanda heimilanna. Ekki seinna væna. En er það nú svo? Hann talar mikið um samfélagsábyrgð fólksins og afleiðingar þjóðarbúsins ef margir hætta að borga af sínum lánum.
Ég er einn af þeim sem eru með lán frá banka, sem nú er ekki lengur til. Og ekki get ég munað eftir því þegar bankinn nánast bauð mér lánið á sínum tíma með lágum vöxtum, að því fylgdi samfélagsleg ábyrgð. Svo er til plagg sem heitir greiðsluáætlun. Þetta plagg er undirritað af mér og bankanum. Í einfeldni minni hélt ég að orðið áætlun væri eitthvað sem hægt væri að byggja á og treysta. En það var misskilningur hjá mér. Þetta var bara á annan veginn, bankanum í vil.
Hvað tapast ef einstaklingur fer í svokallað greiðsluverkfall sem enda myndi með gjaldþroti? Hann missir sína íbúð og lögvarðar eigur. Ég sagði sína íbúð. En í raun er hann að missa íbúð sem hann á ekki neitt í og í mörgum tilfellum minna en ekki neitt. Lang líklegasti kaupandi að eigninni er banki eða íbúðalánastofnun, hvorutveggja í eigu ríkisins. Það er öllum í hag að nýi eigandinn bjóði fyrrverandi eigendum að leigja eignina á skikkanlegu verði, því sala á eigninni á undirverði er ekki heppileg.
Hvað vinnst með gjaldþroti? Sumum finnst það afskaplega hæpið að eitthvað vinnist. Gjaldþrota einstaklingur er laus við skuldirnar vonandi að langmestu leyti, heldur sínu heimili og skuldaábyrgðin er farin. Það getur oft verið betra að byrja á núlli , heldur en að berjast endalaust vonlausri baráttu.
Vissulega er ekki gott að verða gjaldþrota og það á ekki að vera neinum auðvelt. En eins og gjaldþrotalögin eru nú eru þau ósamgjörn. Þau eru byggð upp af hefnigirni. Það á ekki vera neinn lífstíðardómur að verða gjaldþrota. Hugsunin í gjaldþrotalögunum er svipuð því, að ef bíleigandi væri staðinn að því að aka yfir leyfilegum hámarkshraða mætti hann aldrei eignast bíl á ævinni. Burt séð frá því hversu hratt hann hafi ekið.
Ríkisstjórnin verður að fara að átta sig á því að upp eru komin önnur sjónarmið og aðrar raddir sem óhjákvæmilegt er að hlusta á. Ef hún ætlar að berja höfðinu endalaust við steininn, hvað þá?
Varar við örþrifaráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Benedikt Bjarnason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar