Lögreglan fær minn stuðning.

Í fréttinni  er haft eftir „Röddum fólksins“ eftirfarandi „segjast  harma að saklausir sjónarvottar hafi orðið fyrir barðinu á tilviljanakenndri valdbeitingu lögreglunnar.“ Öllu má nú nafn gefa. Byrjum á byrjuninni.

 Þeir sem taka þátt í mótmælum hafa langflestir ætlað sér að gera það á friðsamlegan hátt. Vera þátttakendur í friðsömum mótmælum sem er hið besta mál. Skipulögð mótmæli aftur og aftur hafa einhvern tilgang. Fólk kemur ekki saman til að mótmæla, mótmælanna vegna nema í undantekningartilfellum. Mótmæli eru í eðli sínu þannig að alltaf má búast við að fáir einstaklingar taki sig út úr og geri eitthvað sem ekki er sæmandi. Hörður Torfason hefur komið vel fyrir í viðtölum í sjónvarpi, verið málefnalegur og yfirvegaður og hvatt til friðsamra mótmæla.

Ekki veit ég hver hvatti til þess að fólk kæmi saman fyrir framan Alþingishúsið með potta og pönnur og reyndi að trufla sem mest þingsetninguna. En ég veit að Hörður Torfason varði þessa aðgerð.

Þetta er trúlega ein sú vitlausasta aðgerð sem fólk gat gripið til. Þingið hafði ekki komið saman frá því fyrir jól. Það er einmitt það sem þjóðin þarf á að halda, er að þingið fái starfsfrið og komi einhverju frá sér. Ekki veitir af.

Veit vel hver tilgangurinn var með þessari uppákomu.  Að láta sér detta í hug að stjórnin segði af sér við svona aðstæður er fáránleg hugsun. Annar formaður stjórnarflokksins er erlendis vegna veikinda og afskaplega líklegt að stórar ákvarðanir verði ekki teknar fyrr en hann kemur til starfa.

Hvernig bregðast menn við mótmælum eða áreiti. Sumir missa stjórn á sér og segja eða gera eitthvað sem þeir annars hefðu ekki gert. Einhverjir bresta, en enn aðrir þjappa sér saman og harðna við andstöðuna. Getur verið, að þegar frá líður snúist þessi mótmæli upp í andhverfu sína og komi þeim best sem þau eiga að beinast gegn? Ég veit það ekki.

Ég skil Geir vel að vilja ekki slíta þessu stjórnarsamstarfi núna. Það styttist í landsfund Sjálfstæðisflokksins og það er eðlilegt að hann vilji ekki taka neinar stórar ákvarðanir fyrir fund. Það er eðlilegt að bíða niðurstöðu fundarins og sjá hver framvindan verður þar. Ég á von á að þar séu raddir sem hvetji hann til að boða til kosninga, því það eru ekki allir sjálfstæðismenn samstíga.

Að berja potta og pönnur til áhersluauka ásamt hrópum og köllum er góð uppskrift að múgaæsingu. Við hverju gat fólk búist? Þátttakan ein og sér kallar á ákveðna áhættu.

Lögreglan var að gera skyldu sína. Henni ber að verja eigur fólks og passa upp á almannaheill. Verja þinghúsið og þingmenn og almenning gegn áföllum. Það var verið að kasta eggjum og tómmötum í lögregluna. Til hvers?

Þá kem ég aftur að áreitinu. Lögreglan er bara fólk eins og ég og þú. Hún er ekki einhver dauður sálarlaus hlutur. Hún ber enga ábyrgð á því hvaða ríkisstjórn er í landinu. Þó svo að lögreglunni sé uppálagt að gæta stillingar má öllu ofgera. Endalaust síendurtekið áreiti, eggjakast, svívirðingar, hrindingar og endurteknar stympingar. Hvað er hægt að ganga langt án þess að eitthvað bresti? Nú í hádegisfréttunum var verið að segja frá því að verið væri að kasta grjóti í lögregluna. Og lögreglumenn  hafi særst.

Lögreglan eru manneskjur með sínar tilfinningar og getur gert sín mistök eins og aðrir. En ég efast  að um hafi verið að ræða tilviljunarkennda valdbeitingu. Það verður að vera skoðun þess sem sendi inn fréttina. Hafi einhver verið beittur ofbeldi af hendi lögreglunnar hlýtur sá hinn sami að leita rétta síns. Vissulega má segja að lögreglan sé ekki öfundsverð og alveg ólíðandi að hún sé orðin fórnarlamb ástands sem hún á engan þátt í.

 

 

 


mbl.is Hlutverk lögreglu ekki öfundsvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband