31.1.2009 | 12:29
Óskastjórn eða hvað?
Svolítið hefur VG og Samfylkingu gengið erfiðlega að koma saman ríkisstjórn. Mér kemur það ekki svo á óvart. Þessir flokkar hafa ekki verið mjög samstíga og oft deilt á Alþingi og sjaldan verið sammála. Þannig að einhverjir verða að bugta sig.
Vitanlega setur Framsóknarflokkurinn skilyrði annað væri óeðlilegt. Hvaða bull er það að láta sér detta í hug að einhver flokkur, sama hvað hann heitir, skrifi upp á hvað sem er bara til þess að koma á ríkisstjórn. Það telst nú einu sinni mannlegt eðli að sá sem kemst í þá aðstöðu að hafa áhrif á framvindu mála hlýtur að nýta sér það. Ég get ekki séð það að Framsókn hafi sett tilvonandi ríkisstjórn nein þau skilyrði sem ekki séu aðgengileg eða umsemjanleg.
Það er dálítið broslegt að sjá hér á blogginu þá hugsýki að Finnur Ingólfsson standi á bak við aðgerðir Framsóknar. Ekkert veit ég um það, annað en að ég hef hvergi séð það að Finnur hafi gefið út þá yfirlýsingu eða Sigmundur hafi gefið það í skyn. Ég er nú þannig gerður að ef mér er borinn matur, þá geri ég ekki fyrirfram ráð fyrir að hann sé óætur áður en ég hef smakkað hann. Reynslan hefur kennt mér að það er betra að hafa hlutina í hendi áður en ég fullyrði eitthvað.
Ég held að fólk ætti að temja sér það að fagna því þegar nýtt fólk fram í stjórnmálum. Eftir fáar vikur verður kosin ný forusta fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ekki dettur mér í hug annað en að fagna því að þar komi nýtt fólk til forustu.
Stjórnmálin eru eins og hver önnur vinna. Þeir sem eldri eru verða að geta miðlað af reynslu en jafnframt að veita þeim yngri tækifæri. Ef við ætlum ekki að byggja á ungu fólki sem nú er að koma inn í stjórnmálin, á hverju ætlum við þá að byggja? Svo er það annað mál hvað hver og einn staldrar lengi við. Það er auðvitað misjafnt eins og í öllu öðru.
Stjórn mynduð í dag eða á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Benedikt Bjarnason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.