Fram úr hófi kjánalegt.

 „Raddir fólksins.“ Hvaða raddir eru það? Maður skyldi ætla að það væri stór hópur fólks sem hefði einhvern samhljóm. Fólk sem væri ósátt við tiltekið málefni eða þjóðfélagsástand og vildi breytingar og kæmi fram með lausnir. Á þessa mótmælafundi hafa tiltölulega fáir mætt sé tekið meðaltal. Þeir sem talað hafa á þessum fundum er ekki þversniðið af fólkinu á landinu. Flestir sem hafa talað eru listafólk eða fólk innan þess geira.

Þetta fólk hefur ekki komið fram með neinar lausnir. Ekki myndað neinn hóp sem kemur fram með neinar raunhæfar lausnir eða tillögur. Einungis mótmælt og heimtað breytingar. Mótmæli eiga alveg rétt á sér en mér finnst að það mætti koma meira frá þessu fólki.

Mikið óskaplega er nú málefnafátæktin orðin mikil þegar grípa þarf til þess ráðs að láta 8 ára barn tala á almennum mótmælafundi. Lifandis ósköp er nú lágkúran orðin mikil. Að beita blessuðu barninu fyrir sig sem enga grein getur gert sér fyrir ástandinu, og raunar hægt að láta barnið tala fyrir hvaða málstað sem er.

Þessi blessuð stúlka fær ekki kosningarrétt fyrr en eftir áratug.  Það segir allt sem segja þarf. Ekki get ég sagt að álit mitt á „Röddum fólksins“ vaxi við þetta. 


mbl.is Mótmælaróður hertur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Sæll Benedikt.

Þú dæmir áður en þú hefur heyrt í barninu.

Það er enginn að beita barninu fyrir sig. Barnið er greint, fylgist með fréttum, getur hugsað sjálft, er ekki sátt við að taka við þessu bulli og er ekki tilbúið að borga næstum 4 milljónir fyrir útrásarvíkingana.

Er eitthvað að því að börn fái að tjá sig? Ég spyr?

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 3.1.2009 kl. 18:47

2 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Sæl Sigríður.

Reyndar heyrði ég í þessari stúlku í fréttunum nú í kvöld, en það breytir ekki afstöðu minni.

Ég efast ekki um að þessi stúlka sé mjög vel greind. Enda kom hún mjög vel út og flutti mál sitt prýðilega. 

Auðvitað er ég ekki að gagnrýna barnið á nokkurn hátt, það segir sig sjálft. En þetta er 8 ára barn: og hún getur ekki metið á nokkurn hátt þær aðstæður sem við erum í. Hún getur ekki aldurs síns vegna haft neina sjálfstæða skoðun á því sem er að gerast í þjóðfélagin. Margt fullorðið fólk á erfitt með að sjá einhverja heildarmynd á því sem nú gengur yfir. Barnið trúir einungis því sem því er sagt en hefur enga möguleika á að velja og hafna. Þessi ágæta stúlka flutti þarna skrifaðan texta mjög vel. En ég á erfitt með að trúa því að 8 ára barn geti flutt „ræðu“ nánast villulaust án þess að fá forskriftina frá fullorðnum. Hún stóð sig vel.

Það er hið besta mál að börn fái að tjá sig, og auðvitað er það þeirra sjálfsagði réttur. Þau verða að vilja það sjálf og koma með eitthvað frá hjartanu, það er það besta.

En við eigum að reyna eftir fremsta megni að halda þeim fyrir utan dægurþras  stjórnmálanna, og erfiðleikum líðandi stundar. Barnið á að njóta þess að fá að vera barn, þess tími mun koma. Kennarar hafa margoft bent á þetta á undanförnum vikum.

Ekki veit ég hvar þú færð þessa tölu, „4 milljónir?“ En látum það liggja milli hluta. Þessi stúlka og börn á hennar aldri eiga eftir að vera 8 ár í skyldunámi og svo taka væntanlega við einhver ár í viðbót í framhaldsnámi áður en þau geta farið að afla tekna að ráði. Ég treysti mér ekki til að segja til um hvað hún eða hennar jafnaldrar þurfa að taka á sig af skuldum „útrásrvíkinainna“ sem þú kallar. Enda held ég að enginn viti það.

Benedikt Bjarnason, 4.1.2009 kl. 02:04

3 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Sæll Kjartan.

Þakka þér fyrir þessa leiðréttingu.

Verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um að þessi ágæta stúlka hefði komið til Harðar og beðið um að fá að tala, enda gerði hún það mjög vel það sem ég sá. En að því slepptu þá finnst mér að við eigum að reyna eins og hægt er að vernda börnin og halda þeim utan við umræðuna um þessa erfiðleika.

Í framhjáhlaupi vil ég benda lesendum á bloggsíðu Ólinu Þorvarðardóttur þar sem hún ræðir þessa uppákomu og fær fjölmargar athugasemdir sem eru mjög á sama veg.

Þessa könnun frá Gallup sem þú vitnar í hef ég ekki séð en efast ekkert um niðurstöður hennar.

Ég sé að þú setur orðið „þetta“ í gæsalappir. Hér er ekki um neinn hroka að ræða, miklu frekar að hér sé um að kenna fátækt í orðaforða höfundar en ekki var það ætlunin að gera lítið úr neinum.

Vissulega hafa fundarmenn nefnt ýmislegt sem  betur mætti fara og vel flestir geta verið sammál um. En það sem ég átti við var að þeir sem eru í forsvari hafa ekki myndað hóp eða teymi sem setur fram nokkuð ýtarlegar tillögur varðandi efnahagslausnir og það sem tengist núverandi ástandi. það talar hver fyrir sig sem er í sjálfu sé ágætt en ég sakna þess að fá ekki meira frá þessu ágæta fólki.

Ég hef ekki mætt á mótmælafundi enda ekki búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hef ég neina blinda trú á pólitískum leiðtogum. Í mörg ár hef ég haldið mig við ákveðna stefnu í stjórnmálum, og á þeim tíma hafa flokkar verið lagðir niður eða sameinast öðrum og leiðtogar komið og farið. Ég hef hugsjón í stjórnmálum án þess að vera sammála leiðtogunum eða stefnu flokksins í heild í öllum málum. Þar greinir oft á.

Með þökk fyrir og vona að ég hafi getað svarað þér að einhverju leyti.  

Benedikt Bjarnason, 5.1.2009 kl. 00:23

4 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Kjartan!

Já víst er að pólitíska landslagið á eftir að breytast þó nokkuð og óvíst hvað kemur upp úr kjörkössunum næst þegar kosið verður. Fer dálítið eftir því hve langt er í næstu kosningar.

Vissulega geri ég mér grein fyrir því að sá hópur manna sem staðið hefur fyrir mótmælafundum er ekki stjórnmálaafl. En skoðanir Ástþórs Magnússonar veit ég ekki mikið um. Hans hugmyndafræði hefur aldrei höfðað til mín eða ég verið hrifin af hans framgöngu og  því lítið lagt mig niður að lesa hans skrif.

Stór hluti af óánægju fólks er nú að mér virðist, að það fást engar upplýsingar frá stjórnvöldum og það virkar á mig að ekkert sé að gerast. Hægagangurinn er skelfilegur.

Þetta ástand er eðlilega allt óskaplega viðkvæmt, og margt sem getur valdið tortryggni.

Kannski erum við ekki svo ósamstíga eftir allt.

Benedikt Bjarnason, 5.1.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er áhugamaður um þjóðfélagsmál og mannlífið yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur á miðjum aldri.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband