Fram śr hófi kjįnalegt.

 „Raddir fólksins.“ Hvaša raddir eru žaš? Mašur skyldi ętla aš žaš vęri stór hópur fólks sem hefši einhvern samhljóm. Fólk sem vęri ósįtt viš tiltekiš mįlefni eša žjóšfélagsįstand og vildi breytingar og kęmi fram meš lausnir. Į žessa mótmęlafundi hafa tiltölulega fįir mętt sé tekiš mešaltal. Žeir sem talaš hafa į žessum fundum er ekki žversnišiš af fólkinu į landinu. Flestir sem hafa talaš eru listafólk eša fólk innan žess geira.

Žetta fólk hefur ekki komiš fram meš neinar lausnir. Ekki myndaš neinn hóp sem kemur fram meš neinar raunhęfar lausnir eša tillögur. Einungis mótmęlt og heimtaš breytingar. Mótmęli eiga alveg rétt į sér en mér finnst aš žaš mętti koma meira frį žessu fólki.

Mikiš óskaplega er nś mįlefnafįtęktin oršin mikil žegar grķpa žarf til žess rįšs aš lįta 8 įra barn tala į almennum mótmęlafundi. Lifandis ósköp er nś lįgkśran oršin mikil. Aš beita blessušu barninu fyrir sig sem enga grein getur gert sér fyrir įstandinu, og raunar hęgt aš lįta barniš tala fyrir hvaša mįlstaš sem er.

Žessi blessuš stślka fęr ekki kosningarrétt fyrr en eftir įratug.  Žaš segir allt sem segja žarf. Ekki get ég sagt aš įlit mitt į „Röddum fólksins“ vaxi viš žetta. 


mbl.is Mótmęlaróšur hertur
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Fįtt er svo meš öllu illt.

Kjararįš hefur oršiš viš tilmęlum rķkisstjórnarinnar um launalękkun, sem er hiš besta mįl. Viš skulum muna aš rķkisstjórninni bar engin skylda aš fara fram į žessa lękkun. Žessi launalękkun skapar rķkissjóši afskaplega litlar tekjur en er fyrst og fremst fordęmisgefandi. Ég ętla ekki aš blanda mér neitt ķ žį umręšu hvaša persónur taka viš žessum launum frekar en ef um ašra starfsstétt vęri aš ręša. Enda kann žaš aš vera aš į nęsta įri verši kostningar og žį verši ašrir ašnjótandi žessara launa aš hluta til.

Er žessi ašgerš aš öllu leyti til góšs? Eftir stendur aš žessi laun eru ekki neitt sérstaklega hį. Nęst žegar kosiš veršur til Alžingis veršur alltaf einhver endurnżjun alžingismanna. Žaš er naušsynlegt aš žangaš sęki fólk meš nokkuš góša menntun og vķštęka reynslu. Žegar efnahagshjóliš fer aš snśast til baka og fjįrhagur fólks og fyrirtękja aš braggast mį bśast viš eftirspurn eftir vel menntušu fólki. Ég get ekki séš aš laun alžingismann séu žaš hį aš žau lokki žetta fólk til sķn. Žvķ žau hękka ekki neitt į nęsta įri.

Vissulega er hér um viškvęmt mįl aš ręša og erfitt aš finna į žvķ sanngjarnan flöt. Į žessu mįli eru fleiri hlišar, og ég tel mig hafa hreyft viš einni žeirra.


mbl.is Laun rįšamanna lękkuš
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Fyrstu glešitķšindin

Komiš žiš sęl og blessuš.

Glešilega jólarest. Vonandi hefur ykkur lišiš vel um jólin og žau veriš ykkur gjöful. Hvaš žżšir žaš aš jólin séu gjöful? Er žaš aš fį sem flesta pakka og stęrstu gjafirnar? Er žaš aš borša eins og hver getur ķ sig lįtiš? Nei ég held ekki. Aš jólin séu gjöful er aš finna aš einhver man eftir manni og žyki vęnt um mann, og aš mašur hafi eitthvaš aš gefa af sér. Einhver falleg orš, eitthvaš hlżlegt. 

Nś er dag fariš aš lengja og sólarstundunum aš fjölga. Vešriš er įkaflega fallegt, sólin aš reyna aš gęgjast ašeins upp fyrir sjóndeildarhringinn. Mér sżndist hśn hįlffeimin, eins og hśn vissi ekki alveg hversu hįtt hśn mętti fara upp į himinhvolfiš.

Eftir örfįa daga göngum viš inn ķ nżtt įr. „Žį įriš er lišiš ķ aldanna skaut og aldrei žaš kemur til baka.“ Žaš er einmitt raunin. Og viš įramót er įriš gjarnan gert upp. Fyrirtęki žurfa aš skila įrsreikningum sem nį frį sķšustu įramótum. Uppgjör er aš gera upp žaš lišna, eitthvaš sem viš fįum ekki breytt. Viš uppgjör kemur żmislegt ķ ljós,  margt sem vel hefur til tekist og annaš mišur. Margir hafa tapaš fjįrmunum eša veraldlegum gęšum. En sumir hafa tapaš miklu meira sem aldrei kemur til baka. Margir hafa misst įstvin og enn ašrir lent ķ slysum eša veikindum. Įstvinurinn kemur aldrei til baka en batinn eftir veikindi eša slys gengur misvel. Vonandi sem allra best žó eru einhverjir sem nį sér ekki aš fullu. Fjįrmunir eru endurnżjanlegir og naušsynlegir og aušvitaš er žaš óskaplega sįrt aš sjį į eftir eigum sķnum hverfa og geta ekkert gert til aš koma ķ veg fyrir žaš. En žaš er svo margt annaš sem gefur lķfinu gildi.

Viš nśverandi efnahagsįstand kemur fólk til landsins ķ verslunarleišangur og skilur eftir gjaldeyrir ķ landinu. Ekki veitir af. Žó svo aš įstęšan fyrir žvķ sé žaš efnahagsumhverfi sem viš ķslendingar bśum viš nś um stund.

Ég ętla ekki aš bölsótast śt ķ fortķšina og draga bölmóšinn meš mér inn ķ nęsta įr. Žaš hefur afskaplega lķtinn tilgang. Sé einhver sekur um eitthvaš brotlegt veršur sį hinn sami vęntanleg dęmdur af dómstólum landsins. Žaš er ekki mitt aš gera žaš, ég hef ekki efni į žvķ.

Horfum björtum augum fram į veginn. Óska bloggurum og landsmönnum öllum glešilegs nżįrs  og megi žeir vel njóta.

 

 


mbl.is Ķsland į hįlfvirši
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Įfram įlver.

Umręša gagnvart stórišju er oft į tķšum ósamgjörn. Oftast held ég aš um sé aš kenna žekkingarleysi og upplżsingarskorti. Ég bż ekki svo langt frį Grundartangasvęšinu, og get ekki hugsaš žaš til enda ef įveriš hefši ekki veriš byggt žarna. Sumir įlķta aš įlver sé mengandi drulluverksmišja sem sé aš greiša fįeinum körlum lįgmarkslaun. Žessu fer vķšsfjarri.

Stór hluti starfsmanna ķ įlverinu vinnur vaktarvinnu, unniš er į 12 tķma vöktum. En svo eru ašrir sem vinna dagvinnu. Vaktarvinnan gengur śt į aš bśiš er til įkvešiš vaktarplan sem samiš er um og unniš er eftir. Vaktarplaniš er kjarasamningsatriši og žvķ ósnertanlegt og ekki hęgt aš breyta žvķ nema ķ samningum. Kunningi minn sem vinnur į vöktum ķ įlverinu veit nś ķ dag hvernig frķum er hįttaš langt fram ķ tķmann. Hann veit hvenęr hann fer ķ sumarfrķ nęsta sumar og vęntanlega sumariš 2010, einnig hvort hann žarf aš vinna um jól og įramót eftir įr og hvort um sé aš ręša nętur eša dagvaktir.

Grundartanga verksmišjurnar sjį  sķnu starfsfólki fyrir feršum ķ  śr vinnu žvķ aš kostnašarlausu, nema žeim  sem ekki geta nżtt sér žaš. Rśtuferšir eru į žéttbżlisstašina ķ kring sem keyra fólki nįnast heim ķ hlaš.  Žaš kann aš vera aš verksmišjurnar taki žįtt ķ feršakostnaši žeirra sem ekki geta nżtt sér rśtuna, ég veit žaš ekki.

Įlveriš sérstaklega er ekki sķšur vinnustašur fyrir konur og vinnuöryggi betra en į mörgum öšrum stöšum. Žarna er ekki um aš ręša neinar sveiflur į milli mįnaša. Ķ gegnum žessar verksmišjur fer įkvešiš framleišslumagn į hverju įri og hefur efnahagsįstandiš ķ heiminum engin įhrif į žaš aš ég best veit.

Ešlilega dregur śr eftirspurn eftir įli eins og er, og įlverš lękkaš. Į sķšasta įri nįši žaš hįmarki sķnu, og vęntanlega nęr žaš sér į strik meš batnandi efnahag. Žörfin fyrir įl er enn til stašar og fer trślega vaxandi. Žaš er ekkert sem enn hefur komiš ķ stašinn fyrir įliš aš neinu marki. Įl er einnig blandaš öšrum efnum žegar unniš er śr žvķ til aš fį fram meiri styrk, eša ašra eiginleika.


mbl.is Hįtt ķ fimm žśsund störf ķ orkufrekum išnaši
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Tķmabęr įkvöršun

Vissulega er tķmabęrt aš endurskoša Samkeppnislögin. Setja veršur fjįrmįlafyrirtękjum nżjar leikreglur. Nżjar samskiptareglur milli Fjįrmįlaeftirlitsins og Sešlabankans verša aš vera skżrar. Alla umgjörš varšandi bankastarfsemi og ekki sķst krosseignatengsl veršur aš skoša rękilega. Žaš er bönkum og öšrum fjįrmįlastofnunum naušsyn į aš fį hertari og markvissari leikreglur.

Varšandi samkeppni ķ dagvöruverslun hef ég litlar įhyggjur. Markašurinn ž.e framboš og eftirspurn sér aš mestu leiti um žaš. Samt sem įšur veršur alltaf einhver stęrstur į markašnum. Samkeppnislög koma ekkert ķ veg fyrir žaš. Viš sjįum aldrei t.d žrjį til fjóra samkeppnisašila meš svipaša markašshlutdeild. Sś sżn er óraunhęf. Lögin geta einungis sagt til um hvaš telst vera markašsrįšandi hlutdeild. Einhver nęr stęrsta bitanum og nęr yfirhöndinni. Žetta gamla markašslögmįl aš ef žś gręšir eina krónu ķ dag žį viltu gręša tvęr į morgun. Sį sem kemst yfir peninga aš einhverju rįši missir sjónar į veruleikanum, žvķ mišur. Og žį er ekki veriš aš spyrja um sišferši. Svona hefur žetta veriš öldum saman, peningarnir hafa svo mikiš vald.

Fólk veršur aš gera greinamun į žvķ sem er raunhęft eša fallegt og gott. Žaš fer ekki alltaf saman. Öll ešlileg veršmyndun er afskaplega erfiš nś žegar veršbólga er um eša yfir 20%. Aš reka fyrirtęki ķ dag er afskaplega erfitt og allt umhverfi ķ rekstri óvišunandi. Žaš skiptir mig afskaplega litlu mįli hvar ég kaupi braušiš mitt eša hver bakaši žaš svo lengi sem ég fę vöru sem ég er įnęgšur meš į hagstęšu verši. Žannig held ég aš sé meš flesta, fólk hefur ekki efni į öšru.

Aš lokum ętla ég aš leifa mér aš vitna ķ orš sem ég heyrši ķ sjónvarpsvištali  um daginn. Žaš var vištal viš konu sem ekki hefur alltaf séš til sólar. Hśn sagši „žaš er ekkert įstand svo vont aš ekki hęgt aš komast śt śr žvķ.“


mbl.is Kalla į heildarendurskošun į samkeppnisumhverfinu
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Fyrri sķša

Um bloggiš

Benedikt Bjarnason

Höfundur

Benedikt Bjarnason
Benedikt Bjarnason
Ég er įhugamašur um žjóšfélagsmįl og mannlķfiš yfirleitt. Fyrrverandi sveitavargur į mišjum aldri.
Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband